Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri

Nýtt starf: Aðstoðarmaður/öryggisvörður í útkallsteymi yfirs

Viltu taka þátt í þróunarverkefni í öryggismálum innan Sjúkrahússins á Akureyri (SAk)? Frábært tækifæri fyrir sjálfstæða og skipulagða einstaklinga sem hafa gaman af fjölbreyttu starfsumhverfi og áhuga á fólki og jákvæðum samskiptum.

SAk auglýsir nýtt starf aðstoðarmanns/öryggisvörð í útkallsteymi yfirsetu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem er hluti af þróunarverkefni í öryggismálum innan SAk. Teymið sinnir útköllum/yfirsetum á fjölbreyttum hópi sjúklinga með sérstakar stuðnings- og öryggisþarfir á öllum deildum SAk. Aðstoðarmaður/öryggisvörður fá tilheyrandi þjálfun fyrir starfið.

Við sækjumst eftir sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingum sem hafa gaman af fjölbreyttu starfsumhverfi og áhuga á fólki og jákvæðum samskiptum. Umsækjendur verða að vera tilbúnir til að starfa í teymi og vinna samkvæmt viðurkenndum verklagsferlum og fara á milli deilda sjúkrahússins eftir þörfum þjónustunnar hverju sinni. Allir fá tilheyrandi þjálfun

Óskað er eftir starfsmanni í dagvinnu, með möguleika á bakvöktum um kvöld og nætur.

Um er að ræða 20-80% tímabundnastöðu. Upphaf starfs er í maí 2025 eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita einstaklingshæfða aðhlynningu og tryggja öryggi sjúklinga, með tilheyrandi þjálfun til undirbúnings.

  • Þátttaka í umbótastarfi og þróun þjónustunnar

  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af umönnun er kostur

  • Reynsla af stuðningi við fólk með krefjandi stuðningsþarfir er kostur

  • Hæfni og geta til að vinna sjálfstætt, í teymi og í samvinnu við aðra meðferðaraðila

  • Sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum

  • Góð almenn tölvukunnátta og færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku; viðbótartungumálakunnátta er kostur

Auglýsing birt30. apríl 2025
Umsóknarfrestur12. maí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Eyrarlandsvegur, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar