Bláa Lónið
Bláa Lónið
Bláa Lónið

Umsjón með mötuneyti og fundarherbergjum

Bláa Lónið hf. leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi til að hafa umsjón með mötuneyti skrifstofuhúsnæðis okkar í Urriðaholti. Um er að ræða fullt starf í dagvinnu.

Helstu verkefni

  • Umsjón með daglegum rekstri eldhússins
  • Umsjón með pöntunum og tilfallandi innkaupum á hráefnum
  • Framreiðsla á mat
  • Frágangur, uppvask og þrif
  • Umsjón með fundarherbergjum

Hæfniskröfur

  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Áreiðanleiki og stundvísi
  • Rík þjónustulund
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði og sveigjanleiki
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Íslenskukunnátta er skilyrði
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 25 ára aldri og geti hafið störf sem fyrst

Bláa Lónið er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á sífellda þróun og nýsköpun. Í boði er starf á vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins og fleira.

Viðkomandi mun hafa starfsstöð í Urriðaholti í Garðabæ.

Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2025.

Nánari upplýsingar um fríðindin og vinnustaðinn má nálgast hér.

Auglýsing birt29. apríl 2025
Umsóknarfrestur14. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar