
Bláa Lónið
Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi en umfram allt skemmtilegur vinnustaður. Hjá okkur starfar fólk á öllum aldri, af ólíkum uppruna og í ólíkum störfum. Draumastarfið þitt gæti verið handan við hornið.
Undirstaðan í öllu því sem við gerum er að skapa góðar minningar fyrir gesti okkar. Það gerum við með því að hafa gleði og umhyggju að leiðarljósi, ásamt því að bera virðingu fyrir gestum okkar og hvert öðru.
Ánægja starfsmanna og ánægja gesta er samofin. Við leggjum okkur fram við að skapa góðan starfsanda og viðhorfskannanir staðfesta mikla starfsánægju. Við viljum að þér líði vel í vinnunni. Hjá okkur starfa fremstu matreiðslumenn landsins og starfsmenn fá að að njóta þess í fyrsta flokks mötuneyti. Það verður enginn svangur í vinnunni hjá Bláa Lóninu.
Við vinnum með fólki og fyrirtækjum af ólíkum toga. Starfsmenn njóta þessara tengsla. Sem dæmi má nefna kort í líkamsrækt, afslættir af ýmis konar vörum, þjónustu og afþreyingu.
Við ræktum félagslífið með skipulögðum hittingum utan vinnutíma. Við skemmtum okkur, ýmist öll saman eða innan einstakra sviða og deilda. Við erum stærri en þú kannski heldur. Hjá okkur starfa tæplega 700 manns með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Við erum ólík, en lærum af hvort öðru. Saman myndum við öfluga heild.

Umsjón með mötuneyti og fundarherbergjum
Bláa Lónið hf. leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi til að hafa umsjón með mötuneyti skrifstofuhúsnæðis okkar í Urriðaholti. Um er að ræða fullt starf í dagvinnu.
Helstu verkefni
- Umsjón með daglegum rekstri eldhússins
- Umsjón með pöntunum og tilfallandi innkaupum á hráefnum
- Framreiðsla á mat
- Frágangur, uppvask og þrif
- Umsjón með fundarherbergjum
Hæfniskröfur
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Áreiðanleiki og stundvísi
- Rík þjónustulund
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði og sveigjanleiki
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Íslenskukunnátta er skilyrði
- Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 25 ára aldri og geti hafið störf sem fyrst
Bláa Lónið er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á sífellda þróun og nýsköpun. Í boði er starf á vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins og fleira.
Viðkomandi mun hafa starfsstöð í Urriðaholti í Garðabæ.
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2025.
Nánari upplýsingar um fríðindin og vinnustaðinn má nálgast hér.
Auglýsing birt29. apríl 2025
Umsóknarfrestur14. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Waiter - full time job in Borgarnes.
Bgrill ehf.

Sumarstarf við afgreiðslu i verslun
Halldór Ólafsson ehf.

Newrest - Lager/Supply
NEWREST ICELAND ehf.

Starfsfólk bæði í Sal og Bar
Lebowski Bar

Aðstoðarverslunarstjóri
Next

Afgreiðslustarf í verslun okkar á Glerártorgi
Ullarkistan ehf

We are looking for experienced servers
The Reykjavik EDITION

Þjónustufulltrúi í Þjónustuver BAUHAUS
BAUHAUS slhf.

Starfsfólk í heimaþjónustu
Borgarbyggð

Samlokumeistari Subway
Subway

Afgreiðslustarfsmaður - Reykjanesbær
Preppbarinn

Afgreiðslufólk í verslun Selfossi - Hlutastörf um helgar
Penninn Eymundsson