
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum 15 vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknaskyni, á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Nýsköpunarstjóri á sviði viðskiptaþróunar og nýsköpunar
Tækifæri framtíðarinnar felast í sjálfbærri verðmætasköpun og orkuskiptum. Við hjá Landsvirkjun vinnum markvisst að því að þróa sjálfbær orkutengd verkefni; meðal annars við nýtingu varmaorku, hátæknimatvælaframleiðslu og orkuskipti.
Við leitum að sterkum nýsköpunarstjóra í okkar frábæra hóp starfsfólks í deild viðskiptaþróunar, sem hefur brennandi áhuga á grænni framtíð og greinargóða þekkingu á sviði raunvísinda og nýsköpunar, til að
mynda verkfræði, eðlis- eða efnafræði og líffræði.
Nýsköpunarstjóri þarf að hafa framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi, vera skapandi og geta mótað og stýrt verkefnum í samstarfi við mögulega viðskiptavini og hagaðila, innanlands sem utan.
Helstu verkefni og ábyrgð
- greining og þróun nýrra tækifæra í samræmi við áherslur
- þátttaka í þróunarverkefnum á sviði orkuskipta og nýtingu vannýttra orku- og efnisstrauma
- verkefnastýring valinna nýsköpunarverkefna
- fjölbreytt samskipti á íslensku og ensku við mögulega viðskiptavini, samstarfsaðila og hagsmunaaðila
- uppbyggilegt samstarf við starfsfólk í öðrum deildum og sviðum
Auglýsing birt24. nóvember 2023
Umsóknarfrestur6. desember 2023
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Tækni- og eða iðnmenntaður verkefnastjóri
First Water

Sérfræðingur í greiningum
Stoðir hf.

Sérfræðingur í lyfjaskráningum
Vistor

Framkvæmdastjóri Verkfræðisviðs - Coripharma
Coripharma ehf.

Háspennuhönnuður
Lota

Vélaverkfræðingur eða véltæknifræðingur
Rio Tinto á Íslandi

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Starfsmenn í seiðaeldi
Thor landeldi ehf.

Specialist – Engineering & CSV Compliance
Alvotech hf

Sérfræðingur í þróunardeild mæliaðferða
Alvotech hf

Associate Director Sales Enablement, Medis
Medis

Sérfræðingur í viðhaldsstýringu
Landsnet hf.