Thor landeldi ehf.
Thor landeldi ehf.
Thor landeldi ehf.

Starfsmenn í seiðaeldi

Thor landeldi leitar að framtíðarstarfsmönnum í seiðaeldi félagsins við Þorlákshöfn.

Félagið tekur á næstu vikum í notkun nýja og fullkomna seiðastöð að Laxabraut 35, rétt vestan við Þorlákshöfn og er leitað að starfsmönnum í fullt starf.

Vinnutími er frá 8:00 til 16:00 virka daga og til 15:00 á föstudögum. Jafnframt sinna starfsmenn bakvöktum, sem verða til að byrja með eina viku í mánuði.

Starfið felst í almennri umhirðu seiða og eftirliti, auk annarra tilfallandi starfa í seiðastöðinni.

Hæfniskröfur

  • Menntun og/eða reynsla á sviði fiskeldis er mikill kostur
  • Samviskusemi, áreiðanleiki og stundvísi
  • Frumkvæði, drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum

Æskilegt er að starfsmenn seiðaeldisins búi í næsta nágrenni eða hafi að minnsta kosti aðsetur í nálægð við seiðastöðina á bakvaktarvikum.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Örn Jakobsson, stöðvarstjóri seiðaeldis, [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí nk.

Auglýsing birt8. maí 2025
Umsóknarfrestur25. maí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Laxabraut 35, Þorlákshöfn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar