
STEF
STEF eru höfundaréttarsamtök sem hafa frá upphafi haft það að markmiði að gæta hagsmuna innlendra og erlendra tónskálda, textahöfunda og annarra tengdra rétthafa á sviði höfundaréttar.
Hlutverk STEFs er að varðveita og efla höfundarétt á sviði tónlistar. Fyrir hönd rétthafa innheimtir STEF gjöld fyrir notkun tónlistar sem flutt er opinberlega. Viðskiptavinir STEFs eru t.d. útvarps- og sjónvarpsstöðvar, tónleikahaldarar, verslanir, veitingastaðir, hárgreiðslustofur og heilsuræktarstöðvar, sem og tónlistarveitur eins og Spotify, YouTube o.fl.
Í STEF er skráðir um 9.000 rétthafar og geymir gagnagrunnur STEFs um 130.000 verk.
Móttökustjóri og gjaldkeri
STEF leitar að skipulögðum og þjónustuliprum einstaklingi í fjölbreytt og ábyrgðarmikið starf móttökustjóra og gjaldkera.
Um er að ræða 75% starf með viðveru frá kl. 10:00-15:00 alla virka daga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka viðskiptavina, símsvörun og ráðgjöf.
- Gjaldkerastörf, greiðsla úthlutana, launa og styrkja.
- Samskipti við fjármálastjóra varðandi fjárhagsleg málefni.
- Umsjón með erindum, styrkumsóknum og undirbúningur og frágangur funda.
- Umsjón með eldhúsi.
- Almenn skrifstofuumsjón.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
- Reynsla af fjármálum eða bókhaldi er kostur.
- Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
- Góð almenn tölvufærni.
- Góð almenn íslensku- og enskukunnátta.
Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur25. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Laufásvegur 40, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingar í bókhaldi og uppgjörum
LOGN Bókhaldsstofa

Sérfræðingur í framleiðslu
Coripharma ehf.

Are you a skilled massage therapist with a passion
Relaxation Centre ehf

Þjónustufulltrúi – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Skrifstofufulltrúi með verkefnastjórn
Umhverfis- og skipulagssvið

Móttökuritari
Þrek Heilsuklíník

Þjónustuhús í Vatnskarðsnámum - Hlutastarf
Steypustöðin - námur ehf.

Bókari
ICEWEAR

Umsjónarmaður bókhalds og rekstrar
Sólheimar ses

Liðsauki í tjónaþjónustu Varðar
Vörður tryggingar

Sérfræðingur í persónu- og ferðatjónum
Vörður tryggingar

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.