Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista

Matreiðslumaður - Framtiðarstarf

Hrafnista Laugarási óskar eftir að ráða matreiðslumann í framleiðslueldhúsið.
Um 100% starf er að ræða í dagvinnu.
Eldhúsið í Laugarási þjónar Hrafnistuheimilunum 6 á höfuðborgarsvæðinu. Eldhúsið er eitt stærsta framleiðslueldhús landsins eftir viðamiklar endurbætur og stækkun upprunalega eldhússins á Hrafnistu í Laugarásnum í nóvember árið 2019.
Með stækkun eldhússins fóru framleiðsluafköst úr 850 í 1.800 skammta á sólarhring fyrir Hrafnistuheimilin. Auk stækkunar og skipulagsbreytinga á nýtingu rýmisins voru nær öll tæki til starfseminnar endurnýjuð eins og nauðsynlegt var vegna aukinna framleiðsluafkasta.
Í eldhúsum Hrafnistuheimilanna er matreiddur fjölbreyttur heimilsmatur. Flest allt sérfæði sem þörf er á er eldað á Hrafnistu og leitast er við að maturinn henti sem flestum
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Matargerð
  • Umsjón með pöntunum
  • Stuðla að góðum samskiptum og góðum starfsanda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í matreiðslu
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð og geta til þess að starfa í teymi
  • Faglegur metnaður
Fríðindi í starfi
  • Við bjóðum upp á jákvæðan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.
Auglýsing birt6. september 2024
Umsóknarfrestur15. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Brúnavegur 13, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.EldhússtörfPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Sveinspróf
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar