Stracta Hótel
Stracta Hótel er fjölskyldurekið fyrirtæki staðsett á Hellu sem er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hótelið skartar 148 gistieiningum í fimm gæðaflokkum, líkamsræktaraðstöðu og hlýlegu gufu- og pottasvæði utandyra. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, bar og verslun þar sem íslensk gæða framleiðsla og hönnun eru ávalt höfð í fyrirrúmi.
Starfsfólk Stracta leggur metnað sinn í að veita gestum góða persónulega þjónustu. Því er lögð áhersla á samheldni og góðan starfsanda með það að markmiði að uppfylla óskir gesta um jákvæða og notalega upplifun af dvöl sinni.
Hótelið er staðsett miðsvæðis og því stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands. Það er kjörið að dvelja á hótelinu og fara í dagsferðir þaðan til að skoða íslensk náttúruundur, svo sem Vestmannaeyjar, Eyjafjallajökul, Heklu, Þórsmörk, Landmannalaugar eða aka gullhring að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum.
Yfirmatreiðslumaður
- Yfirmatreiðslumaður vinnur að því að styrkja og tryggja gæði hótelsins í matargerð og skapa góða upplifun gesta.
- Ber ábyrgð á starfsmannahaldi í eldhúsi og uppvaski, þar á meðal að leiða, hvetja og þjálfa starfsfólk til að tryggja framúrskarandi þjónustu.
- Stjórnar öllum þáttum sem snúa að hráefni, þ.m.t samningum, innkaupum, móttöku og birgðarhaldi.
- Tryggir að unnið sé eftir GÁMES-kerfinu og að öll flokun á sorpi sé til fyrirmyndar.
- Sér um gerð matseðla fyrir allt hótelið með áherslu á fjölbreytni og næringargildi.
- Tryggir að matvælaöryggi og hreinlætisstaðlar séu uppfylltir samkvæmt lögum og reglum.
- Vaktastýrir frammistöðu eldhússtarfsfólks og veitir endurgjöf til að bæta ferla og auka skilvirkni.
- Vinnur náið með öðrum deildum hótelsins
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirmatreiðslumaður vinnur að því að styrkja og tryggja gæði hótelsins í matargerð.
- Skapa á góða upplifun fyrir gestinn með vönduðum upplýsingum um hvaðan hráefnið kemur og leitast verður við að sækja hráefni úr næsta nágrenni.
- Yfirmatreiðslumaður er ábyrgur fyrir starfsmannahaldi í eldhúsi og uppvaski.
- Allt er snýr að hráefni, allt frá samningum um verð, innkaup, móttöku á hráefni og almennt birgðarhald.
- Að unnið sé eftir GÁMES kerfinu og að öll flokun á sorpi sé til fyrirmyndar.
- Að umhverfissjónarmiðum okkar sé haldið við og aðstoðið við allt sem við því kemur.
- Gerð matseðla fyrir allt hótelið.
- Að góðum starfsanda sé haldið í húsinu svo að áfram sé hægt að veita vinalega og framúrskarandi þjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfinu.
- A.m.k. 5 ára reynsla í matreiðslu, helst í yfirmatreiðslustöðu.
- Mikil þjónustulund og geta til að leiða og vinna í teymi.
- Hæfni til að stjórna og skipuleggja vinnu í eldhúsi á skilvirkan og fagmannlegan hátt.
- Góð þekking á matreiðslutækni, matseðlum og framleiðsluferlum.
- Hæfni í að nýta hráefni og bæta framleiðni með því að halda utan um kostnað.
- Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni til að taka ákvarðanir undir álagi.
- Reynsla af matvælaöryggi og hreinlætismálum í eldhúsi.
- Gott vald á íslensku og ensku.
Auglýsing birt10. janúar 2025
Umsóknarfrestur24. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Gaddstaðir 164955, 850 Hella
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfMatreiðsluiðnStarfsmannahaldSveinspróf
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Matreiðslumaður
Ráðlagður Dagskammtur
Bakari
Bláa Lónið
Leikskólinn Jörfi - mötuneyti
Skólamatur
Matartæknir
Kjarkur endurhæfing
Join Our team at Snaps Reykjavík!
Snaps
Vilt þú vera með okkur í sumar?
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Aðstoð í eldhúsi
Álfatún
Matreiðslumaður/Kokkur í Reykjanesbæ
Álfasaga ehf
Frost restaurant Fjallsarlon kitchen & restaurant
Frost Restaurant at Fjallsárlón
Tokyo Sushi’s Hot Kitchen Team!
Tokyo Sushi Nýbýlavegur
Aðstoðar kokkur /assist chef
Hotel Duus
Part-time Dishwasher in Ráðagerði
Ráðagerði Veitingahús