![Melabúðin](https://alfredprod.imgix.net/logo/b00673dd-c75a-4f7b-9e65-b0ee37df6285.png?w=256&q=75&auto=format)
Melabúðin
Melabúðin er rótgróin kaupmannsbúð með hátt þjónustustig.
Við erum með úrvals kjöt- og fiskborð, mikið úrval grænmetis og erlendra osta. Við bjóðum afar fjölbreytt vöruúrval, bæði sælkeravöru sem og matvöru til daglegrar neyslu.
Við leggjum mikið upp úr íslenskri vöru og nýjungum tengdum henni en jafnframt flytjum við sjálf inn sælkeravörur erlendis frá.
Áherslur okkar liggja í persónulegri þjónustu og breiðu vöruúrvali. Samhliða því veitum við ráðgjöf við val á kjöti og fiski og matreiðslu.
Melabúðin býður upp á lifandi starfsumhverfi en mikið er lagt upp úr áreiðanleika, ríkri þjónustulund og skemmtilegu viðmóti starfsfólks. Við erum rösk og göngum beint og glaðlega til verks og leitum þess sama hjá nýjum samstarfsmönnum okkar.
Melabúðin hefur fengið viðurkenningu hjá CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki 10 ár í röð og jafnframt verið valið fyrirtæki ársins af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur (VR).
![Melabúðin](https://alfredprod.imgix.net/cover/d999eff9-0979-485d-84f7-32cd58c185e9.png?w=1200&q=75&auto=format)
Matgæðingur í kjötborð!
Við í Melabúðinni leitum að frábærum, íslenskumælandi einstaklingi í okkar rómuðu ferskvörudeild, kjötborðinu!
Viðkomandi þarf að geta veitt framúrskarandi þjónustu, vera þjónustulundaður með eindæmum. Viðkomandi mun starfa með hæfileikaríku teymi og bera ábyrgð á því að veita viðskiptavinum upplýsingar um uppruna, meðhöndlun og eldun á kjöti, fiski og hverju öðru sem viðskiptavinir hafa áhuga á að elda.
Matgæðingar eru velkomnir og þurfa að geta unnið hratt og örugglega á álagstímum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Framreiðsla og uppsetning kjötborðs.
- Þjónusta viðskiptavini.
- Viðhalda hreinlætis- og gæðastöðlum.
Hæfniskröfur:
- Reynsla af meðhöndlun matvæla eða svipuðum störfum er mjög mikill kostur.
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund er skilyrði.
- Hæfni og vilji til að starfa bæði sjálfstætt og í teymi og sýna frumkvæði.
- Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg.
Við bjóðum:
- Samkeppnishæf laun og góðan vinnustað.
- Tækifæri til að vaxa í starfi.
- Frábært vinnuumhverfi með áherslu á samheldni og vellíðan starfsfólks.
Ef þú ert ástríðufullur um matvæli og hefur áhuga á að vera hluti af frábæru liði, sendu okkur umsókn ásamt ferilskrá á [email protected]
Auglýsing birt12. febrúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
Staðsetning
Hagamelur 39, 107 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
![Góði hirðirinn](https://alfredprod.imgix.net/logo/8145438e-62ed-4348-a7f2-0a024cdd8e0a.png?w=256&q=75&auto=format)
Starfsmaður í netverslun Góða hirðisins
Góði hirðirinn
![Vínbúðin](https://alfredprod.imgix.net/logo/ca941628-90a2-4e4d-9012-ab6a8c45b8b6.png?w=256&q=75&auto=format)
Höfuðborgarsvæðið - 100% starf
Vínbúðin
![Krónan](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-2037735e-860c-4295-86c4-a06e2221bd4a.png?w=256&q=75&auto=format)
Starfsmaður í grænmetisdeild - Krónan Reykjanesbæ (fullt sta
Krónan
![Krónan](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-2037735e-860c-4295-86c4-a06e2221bd4a.png?w=256&q=75&auto=format)
Bílstjóri snjallverslunar - Krónan Bíldshöfða (fullt starf)
Krónan
![Húsasmiðjan](https://alfredprod.imgix.net/logo/aab7b4a7-6735-4b61-bf34-d1edbae9518a.png?w=256&q=75&auto=format)
Egilsstaðir: Söluráðgjafi í verslun
Húsasmiðjan
![ICEWEAR](https://alfredprod.imgix.net/logo/a3fa274c-4c2c-4258-bf98-99d68ecd99be.png?w=256&q=75&auto=format)
Sumarstörf Icewear - Akureyri
ICEWEAR
![S4S Premium Outlet](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-46dd35ac-3220-4497-8dc3-3d20fceb1c04.png?w=256&q=75&auto=format)
Aðstoðarverslunarstjóri óskast!
S4S Premium Outlet
![Húsasmiðjan](https://alfredprod.imgix.net/logo/aab7b4a7-6735-4b61-bf34-d1edbae9518a.png?w=256&q=75&auto=format)
Akureyri: Hluta- og sumarstörf
Húsasmiðjan
![AB varahlutir - Akureyri](https://alfredprod.imgix.net/logo/25558671-a865-48c7-9472-2c92914e6ebd.png?w=256&q=75&auto=format)
Fjölbreytt starf í verslun á Akureyri
AB varahlutir - Akureyri
![ICEWEAR](https://alfredprod.imgix.net/logo/a3fa274c-4c2c-4258-bf98-99d68ecd99be.png?w=256&q=75&auto=format)
Sumarstörf Icewear - Húsavík
ICEWEAR
![Verkfærasalan ehf](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-eb2b2952-8d83-45b7-9211-4eb3ccafd7a5.png?w=256&q=75&auto=format)
Starfsmaður í verslun Verkfærasölunnar á Akureyri óskast
Verkfærasalan ehf
![Rafvörumarkaðurinn](https://alfredprod.imgix.net/logo/154798e2-2577-42ad-836e-58a40be48ce0.png?w=256&q=75&auto=format)
Sölumaður í verslun
Rafvörumarkaðurinn