
IKEA
Í dag starfa um 450 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi.
Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, virt, studd og vel metin, sama hver þau eru eða hvaðan þau koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.
Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.
Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.

Markaðssérfræðingur
IKEA á Íslandi leitar að metnaðarfullum markaðssérfræðingi til að verða hluti af öflugu markaðsteymi fyrirtækisins. Viðkomandi kemur að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum og slæst í samheldinn hóp starfsfólks á líflegum vinnustað.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með innri og ytri markaðssetningu
- Almenn verkefnastjórnun
- Samskipti við auglýsinga- og birtingastofu
- Þátttaka í skipulagningu viðburða
- Innsetning og ritstýring efnis fyrir samfélagsmiðla
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af markaðsmálum
- Þekking og reynsla á sviði verkefnastjórnunar
- Reynsla af grafískri hönnun kostur
- Reynsla af umsjón samfélagsmiðla er kostur
- Gott auga fyrir smáatriðum og hönnun
- Frábær samskiptafærni og hugmyndaauðgi
- Áreiðanleiki, skipulagshæfileikar, frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði töluð og rituð
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu.
- Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum.
- Aðgengi að sumarbústað til einkanota.
- Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti.
- Ávexti og hafragrautur í boði.
- Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila. Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku.
- Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni.
- Skapandi og skemmtileg störf með mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi.
- Skemmtilegir vinnufélagar.
- Afsláttur af IKEA vörum.
Auglýsing birt15. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (9)

Stafrænn Markaðssérfræðingur
PLAY

Markaðs- og kynningarstjóri (50-100%)
Kraftur

Brennur þú fyrir upplýsingatækni, skýjalausnum og þjónustu?
Tölvuþjónustan

Markaðsstjóri
Deluxe Iceland

Verkefnisstjóri vef- og markaðsmála á Heilbrigðisvísindasvið
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Verkefnastjóri miðlunar og samskipta
Háskólinn í Reykjavík

Hugmyndastjóri/Textasmiður (creative director/copywriter)
Peel auglýsingastofa

Við leitum að kraftmiklum liðsfélaga á veitingastaðinn INTRO
Múlakaffi ehf

Umsjón samfélagsmiðla - Sölumaður
100 bílar ehf