
Markaðs- og samskiptasérfræðingur
Í-MAT leitar að kraftmiklum og skapandi markaðs- og samskiptasnillingi til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og vexti fyrirtækisins. Við hjá Í-MAT sjáum um Matarstund, Í-MAT og Pylsubarinn, og leggjum metnað í bragðgóðan mat fyrir skóla, fyrirtæki og einstaklinga.
-
Umsjón með öllum markaðsmálum fyrirtækisins
-
Viðhald og þróun á heimasíðu(shopify) og pöntunarkerfi
-
Stjórnun og efnisgerð fyrir samfélagsmiðla
-
Almenn samskipti við starfstöðvar og samstarfsaðila
-
Aðstoð við tilfallandi verkefni á skrifstofu
-
Menntun eða reynsla í markaðs- og samskiptastörfum
-
Reynsla af samfélagsmiðlum, efnisgerð og markaðssetningu á netinu
-
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Góð færni í samskiptum, bæði í ræðu og riti
-
Áhugi á mat og þjónustu er kostur
-
Skapandi og fjölbreytt starf á lifandi vinnustað
-
Tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun og ímynd fyrirtækisins
-
Vinalegt og sveigjanlegt vinnuumhverfi
-
Starf sem sameinar bæði daglega markaðsvinnu og þátttöku í rekstrarverkefnum










