

Lögfræðingur í orkuteymi
Vilt þú taka þátt í mótun framtíðar Íslands í orkumálum?
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leitar að öflugum lögfræðingi á sviði orkumála sem hefur brennandi áhuga á að starfa í efstu stjórnsýslu landsins við að móta framtíð orkumála út frá áherslum ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugaverð verkefni í orkumálum í lifandi starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, nýsköpun, stafræna þróun og árangursmælingar í nýju skipuriti ráðuneytisins.
Megin markmið orkuteymis, sem starfar á skrifstofu umhverfis og orku, er að fylgja eftir orkustefnu stjórnvalda. Verkefni teymisins snúa að því að halda utan um stefnumótun og löggjöf sem varðar orkumál, raforku, jarðvarma, eldsneyti, auðlindir í jörðu og nýtingu vatns. Megin áherslur eru að tryggja orku til orkuskipta, orkuöryggi og jafnt aðgengi að orku á landsvísu.
Staða lögfræðings innan orkuteymis, felur í sér teymisvinnu með orkuteyminu auk samvinnu innan ráðuneytisins, við önnur ráðuneyti, stofnanir og ýmsa hagaðila.
Lögfræðingur orkuteymis sinnir framkvæmd mála, stjórnsýslu, alþjóðlegu samstarfi, vinnu að stefnumótun, eftirfylgni og ráðgjöf. Lögfræðingur orkuteymis veitir einnig ákveðna sérþekkingu sem nýtist við gerð frumvarpa og reglugerða og innleiðingu, auk þess að sinna stjórnsýslu sem snýr að lögfræðilegum erindum eða álitamálum, sem og kærum og úrskurðum. Starf lögfræðings snýr einnig að því að sinna erindum og ráðgjöf til almennings, stofnana og starfsmanna ráðuneytisins.
-
Grunnnám og Kandídats- eða meistarapróf í lögfræði
-
Reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu
-
Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
-
Mjög góð kunnátta í ensku
-
Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
-
Lausnamiðuð hugsun og geta til vinna undir álagi
-
Geta til að starfa vel í liðsheild og teymisvinnu
-
Mjög góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
-
Góð stafræn færni










