Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun

Lögfræðingur með brennandi áhuga á orkumálum óskast í raforkueftirlitið

Raforkueftirlitið leitar að metnaðarfullum lögfræðingi til starfa með brennandi áhuga á orkumálum og haldgóða reynslu af stjórnsýslu. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði stjórnsýslu, eftirlits og þróunar raforkumarkaðarins.

Raforkueftirlitið er sjálfstæð eining innan Umhverfis- og orkustofnunar sem fer með eftirlit og framkvæmd með ákvæðum raforkulaga er varða flutning, dreifingu og viðskipti með raforku auk neytendaverndar. Við erum í lykilstöðu til að tryggja heilbrigðan og gagnsæjan raforkumarkað í þágu samfélagsins.

Lögfræðingurinn starfar við eftirlit með rekstri sérleyfisfyrirtækja og samkeppnisfyrirtækja á raforkumarkaði. Í því felst meðal annars að tryggja fylgni við raforkulög, nýta þekkingu sína til rýni umsagna og álitsgerða. Um er að ræða krefjandi starf sem reynir á lögfræðilega getu og kunnáttu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirliti með starfsemi fyrirtækja á raforkumarkaði og tryggja fylgni við raforkulög
  • Greining og ritun álitsgerða, umsagna og stjórnsýsluákvarðana á sviði raforkumála
  • Þátttaka í þróunar- og umbótastarfi í takti við breytingar á regluverki
  • Aðkoma að stjórnsýsluákvörðunum á sviði orkumála
  • Gerð tillagna að lagafrumvörpum og reglugerðum og samskipti við önnur stjórnvöld
  • Samskipti við evrópskar og alþjóðlegar  stofnanir
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættispróf, ML í lögfræði eða sambærilegt próf
  • Þekking og eða starfsreynsla á sviði stjórnsýsluréttar
  • Góð færni í framsögn og framsetningu texta bæði á íslensku og ensku
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði, jákvæðni og hæfni í samvinnu
  • Reynsla á sviði raforkumála, orku- og auðlindaréttar eða Evrópuréttar

Við leitum að einstaklingi sem býr yfir faglegum metnaði, lausnamiðaðri hugsun og hefur áhuga á að taka þátt í að móta sjálfbæran og traustan raforkumarkað til framtíðar.

Auglýsing birt25. júlí 2025
Umsóknarfrestur18. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar