

Lögfræðingur með brennandi áhuga á orkumálum óskast í raforkueftirlitið
Raforkueftirlitið leitar að metnaðarfullum lögfræðingi til starfa með brennandi áhuga á orkumálum og haldgóða reynslu af stjórnsýslu. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði stjórnsýslu, eftirlits og þróunar raforkumarkaðarins.
Raforkueftirlitið er sjálfstæð eining innan Umhverfis- og orkustofnunar sem fer með eftirlit og framkvæmd með ákvæðum raforkulaga er varða flutning, dreifingu og viðskipti með raforku auk neytendaverndar. Við erum í lykilstöðu til að tryggja heilbrigðan og gagnsæjan raforkumarkað í þágu samfélagsins.
Lögfræðingurinn starfar við eftirlit með rekstri sérleyfisfyrirtækja og samkeppnisfyrirtækja á raforkumarkaði. Í því felst meðal annars að tryggja fylgni við raforkulög, nýta þekkingu sína til rýni umsagna og álitsgerða. Um er að ræða krefjandi starf sem reynir á lögfræðilega getu og kunnáttu.
- Eftirliti með starfsemi fyrirtækja á raforkumarkaði og tryggja fylgni við raforkulög
- Greining og ritun álitsgerða, umsagna og stjórnsýsluákvarðana á sviði raforkumála
- Þátttaka í þróunar- og umbótastarfi í takti við breytingar á regluverki
- Aðkoma að stjórnsýsluákvörðunum á sviði orkumála
- Gerð tillagna að lagafrumvörpum og reglugerðum og samskipti við önnur stjórnvöld
- Samskipti við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir
- Embættispróf, ML í lögfræði eða sambærilegt próf
- Þekking og eða starfsreynsla á sviði stjórnsýsluréttar
- Góð færni í framsögn og framsetningu texta bæði á íslensku og ensku
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði, jákvæðni og hæfni í samvinnu
- Reynsla á sviði raforkumála, orku- og auðlindaréttar eða Evrópuréttar
Við leitum að einstaklingi sem býr yfir faglegum metnaði, lausnamiðaðri hugsun og hefur áhuga á að taka þátt í að móta sjálfbæran og traustan raforkumarkað til framtíðar.













