
Sensa ehf.
Sensa er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með starfsstöðvar í tólf löndum sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig.
Við bjóðum upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem reynt er að koma til móts við þarfir hvers og eins eftir bestu getu.
Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að starfsfólk styrki sig í þekkingu og menntun með ýmsu móti og geti vaxið á eigin forsendum.
Eigandi Sensa er norska fyrirtækið Crayon sem starfar í 46 löndum. Crayon býður ýmsar lausnir í upplýsingatækni og er Sensa virkur þátttakandi í þróun þeirra lausna og í þjónustu við fyrirtæki á alþjóðavettvangi.

Linux sérfræðingur
Ert þú með brennandi áhuga á Linux og rekstri tölvukerfa?
Rekstrarþjónustuteymi Sensa leitar að sérfræðingi sem vill taka þátt í að halda öflugum kerfum gangandi og þróa lausnir sem skipta máli. Hjá okkur munt þú starfa sem sérfræðingur í skemmtilegum hópi starfsmanna og sinna fjölbreyttum verkefnum sem tengjast rekstri og umsýslu tölvukerfa, þar á meðal póst-, vef- og lénahýsingu. Við leggjum áherslu á fagmennsku, lausnamiðað vinnulag og gott samstarf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur og umsýsla á tölvukerfum
- Póst-, vef- og lénahýsing
Menntunar- og hæfniskröfur
- Linux þekking skilyrði
- Windows þekking kostur
- Þekking á hugbúnaðarþróun/automation kostur
- RHCSA (Red Hat certified system administrator) gráða kostur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. í kerfisumsjón og tölvunarfræði
- Metnaður og agi fyrir starfi, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn
- Heilsueflingarstyrkur
- Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Fyrsta flokks mötuneyti
- Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu
Auglýsing birt26. september 2025
Umsóknarfrestur5. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Mynstra leitar að ævintýramanneskju 🚀
Mynstra

Tæknilegur þjónustufulltrúi - Tímabundið starf
Alfreð

Lausnamiðaður ráðgjafi í Tækniráðgjöf Deloitte
Deloitte

IT Service Desk Agent
Air Atlanta Icelandic

Gagnasérfræðingur (e. Data scientist)
Vörður tryggingar

Sviðsstjóri þróunar og umbóta
Matvælastofnun

Þjónustufulltrúi tölvuþjónustu við LHÍ
Listaháskóli Íslands

Forritari í þróunarteymi
dk hugbúnaður ehf.

Tæknimaður tölvukerfa
Verkís

Metnaðarfullur SÖLU- og tæknifulltrúi
Boðtækni ehf

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar
Coripharma ehf.

Atlassian ráðgjafi
Origo ehf.