Hjallastefnan
Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna. Hjallastefnan rekur í dag 14 leikskóla og þrjá grunnskóla.
Drifkrafturinn í rekstri Hjallastefnunnar er sú skólahugsjón sem allt starf Hjallastefnunnar byggir á. Starfsfólk fyrirtækisins trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands.
Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska þeirra einstaklinga sem okkur er treyst fyrir. Einnig er trú okkar að öflugt fyrirtæki í sjálfstæðum skólarekstri geti skapað nýjungar og unnið að tilraunaverkefnum sem veiti hinu opinbera kerfi nauðsynlegt og tímabært aðhald í því að efla fagstarf sitt og þjónustu – öllum börnum til hagsbóta.
Skólar Hjallastefnunnar starfa sjálfstætt undir stjórn síns leik- eða grunnskólastjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Þannig hefur hver skóli sitt eigið andrúmsloft og sína eigin menningu en allir starfa þeir þó að sameiginlegu markmiði og eftir sömu námskrá sem liggur til grundvallar öllum þáttum fagstarfsins.
Leikskólinn Litlu Ásar auglýsir lausar stöður
Hresst, duglegt og kraftmikið fólk sem elskar börn og er til í að vinna í náttúruperlu í Garðabæ, óskast til starfa.
Hjallastefnu leikskólinn Litlu Ásar við Vífilsstaði óskar eftir:
- Tveimur leikskólakennurum eða leiðbeinendum með reynslu að vinna með börnum, í fullt starf.
- Tveimur skilastöðum sem vinna frá 14:00 – 16:30 nema föstudaga til 16:00
Helstu verkefni og ábyrgð
Að hafa áhuga á að starfa eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar
Hæfni í samskiptum / virðing og kærleikur
Uppeldi og menntun leikskólabarna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Mjög góð íslenskukunnátta og ríkur orðaforði áskilin
- Brennandi áhugi á að vinna með börnum
- Leikskólakennaramenntun/ sambærilegmenntunn/ kennsluréttindi/ leyfisbréf.
- Jákvæðni, frumkvæði og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af leikskólastarfi mikill kostur
Fríðindi í starfi
Fullt fæði á skólatíma
Auglýsing birt12. desember 2024
Umsóknarfrestur31. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Vífilsstaðavegur 118
Starfstegund
Hæfni
Jákvæðni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)
Aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Yl, Mývatnssveit
Leikskólinn Ylur
Sérkennari/stuðningsfulltrúi óskast í leikskólann Nóaborg
Leikskólinn Nóaborg
Stuðningsfulltrúar óskast við Sjálandsskóla
Garðabær
Krakkakot auglýsir eftir einstaklingi til aðstoðar í eldhúsi
Garðabær
Krakkakot leitar að viðbót við flottan starfsmannahóp
Garðabær
Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Ársól
Sérkennsla
Leikskólinn Furuskógur
Leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Furuskógur
Laus staða í Marbakka
Leikskólinn Marbakki
Myllubakkaskóli – Kennari á miðstigi (Tímabundin ráðning)
Reykjanesbær
Deildarstjóri stoðþjónustu - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær
Frístundastarfsmaður óskast
Helgafellsskóli