

Leikskólastjóri óskast í Grænatún
Leikskólinn Grænatún er 3 deilda leikskóli á yndislegum stað við Fossvogsdalinn. Í leikskólanum eru 63 börn á aldrinum 1 - 6 ára. Í Grænatúni er góður starfsandi þar sem áhersla er lögð á liðsheild, jákvæð samskipti og lausnamiðaða hugsun.
Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður, umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Leikskólastjóri er leiðtogi skólans, veitir faglega forystu og býr yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsfólk leikskólans og menntasvið Kópavogsbæjar.
Einkunnarorð Grænatúns eru leikur og gleði.
- Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi leikskólans og að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans
- Faglegur leiðtogi leikskólans sem deilir verkefnum og ábyrgð til starfsfólks í samræmi við skólanámskrá
- Ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar
- Ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
- Ábyrgð á foreldrasamstarfi
- Kynna sér nýjungar í starfi, miðla þekkingu til starfsfólks og hvetja til þróunar og nýbreytni í skólastarfi
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
- Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða
- Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla
- Reynsla af rekstri leikskóla og gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana
- Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
- Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig bæði í ræðu og riti
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Styttri vinnuvika, stytting að hluta til notuð í vetrar-, páska- og jólafrí












