Frístundamiðstöðin Miðberg
Frístundamiðstöðin Miðberg
Frístundamiðstöðin Miðberg

Aðstoðarforstöðumanneskja í frístundaheimili

Frístundaheimilið Bakkasel við Breiðholtsskóla leitar að aðstoðarforstöðumanneskju í 100% starf. Um tímabundna ráðningu er að ræða. Frístundaheimilin veita 6-9 ára börnum og foreldrum þeirra heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frístundastarfs SFS og menntastefnu Reykjavíkurborgar eru höfð að leiðarsljósi.

Frístundamiðstöðin Miðberg rekur 6 frístundaheimili og 4 félagsmiðstöðvar í Breiðholti.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsón með daglegri starfsemi frístundaheimils í samvinnu við forstöðukonu.
  • Skipulagning frístundaheimilsins í samráði við börn og starfsfólk.
  • Leiðbeina og taka þátt í starfi með börnum.
  • Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla.
  • Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn. 
  • Að veita starfsmönnum leiðsögn um framkvæmd vinnunnar og stuðla að lýðræðislegum starfsháttum og góðum starfsanda.
  • Er staðgengill forstöðukonu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar s.s. tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun.
  • Meistarapróf á sviði uppeldismenntunar eða mikil starfs-eða stjórnunarreynsla á viðkomandi sérfræðisviði.
  • Reynsla af starfi með börnum.
  • Reynsla af félags-og tómstundastarfi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfileikar og fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi.
  • Almenn tölvu- og samskiptamiðla kunnátta.
  • Góð íslensku kunnátta í máli og riti.
  • Góð enskukunnátta.
Auglýsing birt10. júlí 2025
Umsóknarfrestur23. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Arnarbakki 1-3, 109 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar