
Vatnsendaskóli
Í Vatnsendaskóla er lögð rík áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám. Áhersla er lögð á umhverfis-, rannsóknar- og vettvangsnám. Gildi skólanámskrár byggjast á virðingu, vináttu, samvinnu og skapandi skólastarfi. Sérstök áhersla er lögð á náttúrufræði og raungreinar og útikennsla er ríkur þáttur í skólastarfinu þar sem skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn.
Í Vatnsendaskóla er litið á hvern árgang sem eina heild. Kennarar árgangsins bera sameiginlega ábyrgð á nemendum og vinna saman að því að skipuleggja nám nemenda. Þetta fyrirkomulag stuðlar að sveigjanleika og býður upp á möguleika að breyta hópum í samræmi við viðfangsefni og aukna samkennslu þar sem það á við. Þannig nýtist styrkur og hæfni starfsfólks nemendum.

Vatnsendaskóli óskar eftir umsjónarkennara
Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á á yngsta stig skólaárið 2025-2026. Unnið er í teymum kennara sem sjá sameiginlega um ábyrgð á árgangi.
Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með um 560 nemendur og rúmlega 90 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á teymiskennslu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjónarkennsla á yngsta stigi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennsluréttindi.
- Faglegur metnaður og frumkvæði.
- Góð færni í að starfa í teymi.
- Þolinmæði og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Þekking á kennslu með notkun rafrænna miðla æskileg.
- Stundvísi og áreiðanleiki.
- Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt10. júlí 2025
Umsóknarfrestur5. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Funahvarf 2, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Aðstoðarforstöðumanneskja í frístundaheimili
Frístundamiðstöðin Miðberg

Vilt þú vinna í leikskóla?
Kópasteinn

Leiðbeinandi á frístundaheimili í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Stuðningsfulltrúi í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Umsjónarkennari í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Umsjónarkennari á yngsta stigi í Seljaskóla
Seljaskóli

Aðstoðarforstöðumanneskja í frístundaheimili
Frístundamiðstöðin Miðberg

Viltu koma að kenna?
Hörðuvallaskóli

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland

Krakkakot leitar að viðbót við flottan starfsmannahóp
Garðabær

Deildarstjóri í Leirvogstunguskóla
Leirvogstunguskóli