
Leikskólakennari / þroskaþjálfi
Leikskólakennari, þroskaþjálfi eða aðili með reynslu af leikskólastarfi óskast í Klettaborg til að sinna sérkennslu barna. Í starfinu felst að sinna börnum frá 2ja ára til 6 ára sem þurfa leiðsögn og kennslu í daglegu starfi ýmist einstaklingslega eða í hóp.
Klettaborg er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á að börn læri í gegnum leik. Markvisst er unnið með læsishvetjandi umhverfi, félagsfærni, og sjálfseflingu barna. Einnig er lögð áhersla á gæði í samskiptum við börn, foreldra og aðra starfsmenn. Starfið í Klettaborg einkennist af leik í flæði sem og í hópum þegar það á við, bæði úti og inni.
Í Klettaborg starfar frábær og samheldinn starfsmannahópur sem vantar fleiri í teymið.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Starfið getur verið 75-100% starf eftir samkomulag við leikskólastjóra.
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna undir stjórn sérkennslustjóra og deildarstjóra sem tekur mið af starfslýsingu leikskólakennara þegar það á við.
- Kennsla og þjálfun barna sem þurfa aðstoð í daglegu starfi leikskólans.
- Gerð einstaklingsáætlana í samvinnu í sérkennslustjóra og deildarstjóra.
- Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra þegar það á við.
- Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara.
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum nauðsynleg.
- Lipurð og sveigjanleiki í starfi og samskiptum.
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Íslenska B1 skv. samevrópska tungumálarammanum
- 36 stunda vinnuvika
- Menningakort-bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- Heilsuræktarstyrkur












