Leikskólakennari - Ævintýraborg við Nauthólsveg
Leikskólakennari óskast til starfa í Ævintýraborg við Nauthólsveg, Nauthólsvegi 81.
Við leitum að frjóum og hugmyndaríkum leikskólakennara til þess að gera gott starf enn betra. Leikskólinn er nýr og er staðsettur við rætur Öskjuhlíðar sem býður upp á skemmtileg ævintýri og innihaldsríkt nám. Við leggjum áherslu á læsi, útinám og vináttu. Umsækjandi þarf að hafa mjög gott vald á íslensku, vera stundvís og tilbúin til þess að taka þátt í starfi leikskólans á ýmsum sviðum, vera skapandi og til í ævíntýrin. Við hér við Nauthól leggjum áherslu á skemmtilegt og holt og gott starfsumhverfi.
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra auk teymisvinnu vegna sérverkefna innan skólans.
- Leikskólakennaramenntun eða leyfisbréf kennara.
- Reynsla af uppeldis- kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
- Forgangur barna í leikskóla og afsláttur af dvalargjaldi
- Frír matur á vinnutíma
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Menningar- og bókasafnskort
- Sundkort í allar sundlaugar í Reykjavík
- 36 stunda vinnuvika