Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.
Heilsuleikskólinn Asparlaut - Leikskólakennari
Viltu vera hluti af nýjum og framsæknum leikskóla?
Heilsuleikskólinn Asparlaut (áður Garðasel), nýr leikskóli við Skólaveg 54 í Reykjanesbæ, leitar að leikskólakennara sem hefur metnað, framsækna sýn og áhuga á að taka þátt í skólaþróun. Skólinn opnar í byrjun árs 2025 og starfar samkvæmt Heilsustefnunni með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og skapandi starf. Aðrar áherslur eru læsi og stærðfræði með aðferðinni Leikur að læra. Skólinn er einnig þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Embættis landlæknis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Menntun og umönnun barna í samræmi við þarfir hvers og eins.
- Stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan barna.
- Taka þátt í faglegri skipulagningu undir stjórn deildarstjóra.
- Samstarf við foreldra og forráðamenn.
- Vinna samkvæmt lögum og reglum um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun er æskileg.
- Reynsla af störfum með börnum
- Frumkvæði og faglegur metnaður.
- Jákvæðni, sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt25. nóvember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Hólmgarður 4, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSkipulagStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)
Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp
Þroskaþjálfi - Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Leikskóla- og frístundaliði - Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Kennari – Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Leikskólakennarar óskast í Vallarsel Akranesi
Leikskólinn Vallarsel
Drekadalur - Deildarstjórar
Reykjanesbær
Drekadalur - Kennarar
Reykjanesbær
Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Ársól
Ertu í leit að skemmtilegu starfi
Efstihjalli
Tónlistarkennari óskast
Fjarðabyggð
Óska eftir leikskólakennara/starfsmann á deild
Waldorfskólinn Sólstafir
Leikskólakennari óskast.
Dalvíkurbyggð