Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.
Heilsuleikskólinn Asparlaut - Deildarstjóri
Ertu metnaðarfull/ur með víðtæka þekkingu á leikskólastarfi?
Heilsuleikskólinn Asparlaut (áður Garðasel) nýr og framsækinn sex deilda leikskóli við Skólaveg 54 í Reykjanesbæ, leitar að deildarstjóra sem er tilbúinn að taka þátt í mótun og þróun metnaðarfulls skólastarfs. Skólinn opnar í byrjun árs 2025 og starfar samkvæmt Heilsustefnunni með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og skapandi starf. Aðrar lykiláherslur eru læsi í víðum skilningi og stærðfræði, þar sem kennsluaðferðin Leikur að læra er nýtt. Skólinn er einnig þáttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Embættis landlæknis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun, skipulagning, framkvæmd og mat á starfi deildarinnar.
- Uppeldi og menntun barna, ásamt því að tryggja einstaklingsmiðaða leiðsögn og umönnun.
- Dagleg verkstjórn á deild og upplýsingamiðlun innan og milli deilda og við stjórnendur.
- Samstarf við foreldra og skipulagning aðlögunar, samskipta og foreldraviðtala.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari og sérhæfing á leikskólastigi.
- Reynsla af leikskólastarfi
- Hæfni til að vinna í teymum, faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
- Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæðni gagnvart skólaþróun.
- Jákvæðni, sveigjanleiki og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð íslenskukunnátta æskileg.
Auglýsing birt25. nóvember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Hólmgarður 4, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSkipulagStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Leikskólinn Reynisholt
Reykjavíkurborg: Skóla- og frístundasvið
Heilsuleikskólinn Asparlaut - Leikskólakennari
Reykjanesbær
Leikskólar LFA - Viltu vera með ?
LFA ehf.
Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp
Umsjónarkennari á miðstigi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli
Starfsmaður á leikskóla
Leikskólinn Lundur ehf
Lausar stöður leikskólakennara
Leikskólinn Hádegishöfði Fellabæ
Hjúkrunardeildarstjóri á göngudeild 10E
Landspítali
Leikskólakennarar óskast í spennandi störf
Kópasteinn
Leikskólasérkennari í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Kór
Leikskólakennari/leiðbeinandi
Heilsuleikskólinn Kór
Deildarstjóri í teymisvinnu
Heilsuleikskólinn Kór