Leikskólinn Hádegishöfði Fellabæ
Hádegishöfði er tveggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Hádegishöfði rúmar um 40 nemendur samtímis. Leikskólinn starfar í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Lögð er áhersla á lýðræði í vinnubrögðum, takmarkalaust traust auk virðingar fyrir nemendum og getu þeirra til að afla sér þekkingar og reynslu á eigin forsendum. Á Hádegishöfða er einnig sérstök áhersla á umhverfismennt og skapandi starf auk markvissrar dygðakennslu. Hádegishöfði flaggar Grænfána Landverndar. Megináherslur í daglegu starfi eru að efla sjálfstæði, gleði og sköpun nemenda sem og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum.
Lausar stöður leikskólakennara
Hádegishöfði auglýsir lausar til umsóknar 100% stöður leikskólakennara. Ráðningartími er frá janúar 2025. Hlutastörf koma einnig til greina.
Hádegishöfði er þriggja deilda leikskóli sem rekinn er í nýju og glæsilegu húsnæði að Fellabrún 9 í Fellabæ. Á Hádegishöfða er unnið að innleiðingu jákvæðs aga og starfar leikskólinn í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Hádegishöfði er skóli á grænni grein og flaggar grænfána Landverndar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur undir stjórn deildarstjóra að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn). Ef ekki fæst kennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Áhugi á að vinna með börnum
- Sveigjanleiki, áreiðanleiki og stundvísi
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
Heilsueflingarstyrkur
Auglýsing birt22. nóvember 2024
Umsóknarfrestur10. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Fellabrún 9, Fellabæ
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiHugmyndaauðgiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðStundvísiSveigjanleikiTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Umsjónarkennari í Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli
Frístundarleiðbeinandi á Reyðarfirði
Fjarðabyggð
Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp
Viltu koma og vinna á skólabókasafni ?
Lindaskóli
Þroskaþjálfi - Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Leikskóla- og frístundaliði - Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Kennari – Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Leikskólakennarar óskast í Vallarsel Akranesi
Leikskólinn Vallarsel
Drekadalur - Deildarstjórar
Reykjanesbær
Drekadalur - Kennarar
Reykjanesbær
Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Ársól
Ertu í leit að skemmtilegu starfi
Efstihjalli