Urriðaból Garðabæ
Urriðaból Garðabæ

Leikskólakennari

Leikskólinn Urriðaból er 12 deilda leikskóli, staðsettur á tveimum starfstöðvum, sex deildir við Kauptún 5 og sex deildir við Holtsveg 20 í fallegu og fjölbreyttu umhverfi í Urriðaholti 210 Garðabæ. Í leikskólanum dvelja börn á aldrinum 1 árs til 6 ára.

Einkunnarorð leikskólans eru: Heilbrigð sál í hraustum líkama.

Við tökum vel á móti nýju og áhugasömu starfsfólki og leggjum áherslu á jákvætt og uppbyggilegt starfsumhverfi sem er í mótun.

Við leitum að jákvæðu, stundvísu, ábyrgum og heiðarlegu starfsfólki til að ganga til liðs við metnaðarfullan og fjölbreyttan starfsmannahóp leikskólans.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ragnheiður Gunnarsdóttir, leikskólastjóri, Elsa María Gunnarsdóttir og Heiðar Örn Kristjánsson, aðstoðarleikskólastjórar í síma 570-4830. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið urridabol@skolar.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
  • Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
  • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu 
  • Reynsla af starfi á leikskólastigi
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Vilji til að taka þátt í þróun á faglegu starfi og láta til sín taka
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
  • Lausnarmiðun
  • Góð íslenskukunnátta og ritfærni er skilyrði. Miðað er við stig B2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum
  • Góð tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Heilsuhvetjandi starfsumhverfi
  • Samgöngustyrkur
  • Viðverustefna
  • Heilsustyrkur
  • Vinnustytting 
  • Metnaðarfullt starfsumhverfi
  • 3 heilsusamlegar máltíðir á dag
  • Starfsmannaafsláttur á leikskólagjöldum 
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur24. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Kauptún 5, 210 Garðabær
Holtsvegur 20, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Kennsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar