

Leikskólakennarar í Óskalandi Hveragerði
Leikskólinn Óskaland verður 9 deilda leikskóli frá og með hausti 2025 með 140- 160 börn á aldrinum 1.- 5 ára. Auglýst er eftir leikskólakennurum til starfa.
Í leikskólanum Óskalandi er leikurinn meginnámsleið barnsins, aðalkennsluleið kennarans og þungamiðja leikskólastarfsins. Börnin fá tækifæri til að leika sér á eigin forsendum, læra á umhverfi sitt, tjá tilfinningar og þróa félagsleg tengsl við önnur börn og kennara. Í öllum leik vinna börn með hugmyndir sínar og öðlast jafnframt nýja þekkingu og færni. Í leik eflist þroski barna, bæði líkamlegur og andlegur.
Einkunnarorð Óskaland eru: Leikur, lífsgleði og lærdómur
· Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
· Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
· Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
· Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
· Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
Starfið felur í sér almenna kennslu.
· Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
· Sjálfstæð vinnubrögð.
· Góð íslenskukunnátta skilyrði
· Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.
· Sundkort
· Stytting vinnuvikunnar













