People Manager - Airport Operations
Við leitum að reynslumiklum aðila til að leiða mannauðsmál Icelandair Airport Operations í Keflavík.
Flugvallarsvið (Airport Operations) sinnir allri flug- og farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og innanlandsflugvöllum og tryggir þannig góða þjónustu við viðskiptavini. Undir sviðið fellur t.a.m. farþegaþjónusta, farangursmeðhöndlun, flugvélaþrif og hleðsla flugvéla.
People Manager Airport Operations er fulltrúi mannauðsteymisins í Keflavík og hefur yfirumsjón með allri mannauðsþjónustu á flugvellinum. Hlutverkið er með starfsstöð í Keflavík og krefst daglegrar viðveru á flugvallarsvæðinu.
Í mannauðsteymi Icelandair starfar öflugur hópur sem vinnur markvisst að því að byggja upp sterka fyrirtækjamenningu þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu, starfsþróun, árangur, sjálfstæði og vellíðan starfsfólks. Helstu verkefni teymisins eru meðal annars ráðningar, frammistöðustjórnun, starfsþróun, faglegur stuðningur við starfsmenn félagsins, heilsueflandi verkefni, framkvæmd reglulegra vinnustaðagreininga og umbótaverkefni í kjölfar þeirra. Einnig tekur teymið þátt í stórum stefnumarkandi verkefnum þvert á félagið.
- Ábyrgð á mannauðsferlum Airport Operations
- Umsjón með ráðningum, í samstarfi við stjórnendur og þátttaka í þjálfunar og fræðslutengdum verkefnum.
- Þróun ferla og umbóta á sviði mannauðsmála
- Fagleg ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk
- Uppbygging og samræming fyrirtækjamenningar
- Ýmis önnur mannauðstengd verkefni
- Víðtæk þekking og reynsla af mannauðsmálum
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (t.d. á sviði mannauðsstjórnunar eða vinnusálfræði).
- Rík þjónustulund og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
- Ástríða fyrir mannauðsmálum og þróun vinnustaða
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
- Íslensku og enskukunnátta