Grund hjúkrunarheimili
Grund hjúkrunarheimili
Grund hjúkrunarheimili

Laus störf við umönnun í sumar

Hjúkrunarheimili Grundar óskar eftir hressu og duglegu starfsfólki til að starfa með okkur við umönnun aldraðra í sumar.


Grund er eitt þriggja Grundarheimilanna en þau eru einnig Mörk við Suðurlandsbraut og Ás í Hveragerði.

Grund er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður þar sem starfa rúmlega 200 manns. Áhersla er lögð á góðan starfsanda, sterka liðsheild og hvetjandi starfsumhverfi. Grundarheimilin fengu jafnlaunavottun árið 2020 og hvetjum við öll kyn til að sækja um.

Í boði er skemmtilegt og gefandi starf sem felur í sér að aðstoða heimilismenn við almenna umönnun, gleðjast og njóta samveru með þeim.

Ýmsir möguleikar á starfshlutfalli eru í boði þar sem unnar eru blandaðar vaktir í góðum hóp starfsmanna.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
  • Starfsmaður þarf að hafa náð 18 ára aldri
  • Stundvísi og metnaður í starfi
  • Reynsla í umönnun er mikill kostur
  • Íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Öflugt starfsmannafélag
  • Aðgangur að heilsustyrk
Auglýsing stofnuð27. júní 2024
Umsóknarfrestur8. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hringbraut 50, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar