
Brimborg
Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims eins og Volvo, Ford, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel ásamt Volvo vörubílum, Volvo vinnuvélum og Volvo Penta bátavélum. Brimborg er umsvifamikið í innflutningi, sölu, þjónustu og útleigu á farar- og flutningatækjum til atvinnurekstrar eða einkanota og býður meðal annars hjólbarða frá Nokian og útleigu bíla frá Dollar og Thrifty. Fyrirtækið rekur í dag bílaumboð, bílasölu fyrir fólksbifreiðar, atvinnubíla- og atvinnutæki, bílaleigu og víðtæka varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir bíla og atvinnutæki.
Starfsstöðvar Brimborgar eru í dag átta talsins í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akureyri. Þótt auður hvers fyrirtækis felist að miklu leyti í góðu skipulagi og rekstri er mannauðurinn ekki síður mikilvægur. Þar hefur Brimborg miklu láni að fagna og margir af ríflega 300 starfsmönnum fyrirtækisins hafa starfað hjá því í yfir 20 ár. Þetta er þrautþjálfað fólk með mikla reynslu og þekkingu og slík tryggð starfsmanna við fyrirtæki í harðri samkeppni er ómetanleg.
Brimborg býður upp á breitt úrval starfa, tímabundin sem og ótímabundin og tökum vel á móti nemum til okkar sem hyggjast stefna að fagmennsku í bifvélavirkjun og/eða vélvirkjun. Öll okkar verkstæði eru gæðavottuð frá Bílgreinasambandinu en Brimborg rekur alls 10 verkstæði.

Lagerfulltrúi í vöruhús
Brimborg óskar eftir að ráða duglegan starfskraft í vöruhús að Bíldshöfða 6 í Reykjavík. Um fjölbreytt starf er að ræða og er rík áhersla lögð á aga og vönduð vinnubrögð ásamt snyrtilegri umgengni í framúrskarandi vinnuumhverfi.
Við bjóðum uppá
- Glæsilega búningaaðstöðu og öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði og félagsstarf
- Fjölskylduvænan vinnustað
- Sveigjanleika í vinnu
Metnaðarfulla stjórnun
- Fyrirmyndarfyrirtæki Creditinfo
- Fyrirmyndarfyrirtæki í starfsnámi Nemastofu 2025
- Moodup-Vinnustaður í fremstu röð 2024
- Jafnlaunavottað fyrirtæki
- Brautryðjandi í styttingu vinnutímans
Ef þú ert jákvæður, faglegur og drífandi einstaklingur þá ertu rétti aðilinn í okkar góða hóp.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vörumóttaka
- Vörupökkun
- Vörudreifing
- Útkeyrsla
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af lagerstörfum, æskileg
- Gilt bílpróf, skilyrði
- Lyftararéttindi er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð
- Snyrtimennska og stundvísi
- Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð
- Góð þjónustulund og samskiptahæfileikar
Fríðindi í starfi
Margvísleg fríðindi sbr. mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
Auglýsing birt15. maí 2025
Umsóknarfrestur31. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bíldshöfði 6, 110 Reykjavík
Bíldshöfði 8, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniÖkuréttindiStundvísiÚtkeyrslaVöruflutningarÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sumarstarf á Lager
Samhentir Kassagerð hf

Útkeyrsla/lagerafgreiðsla
Íspan Glerborg ehf.

Meiraprófsbílstjóri óskast í sumar.
Aalborg-portland íslandi ehf

FMS Grindavík - Almennt starf
FMS hf

Lagerstarfsmaður í Hafnarfirði
Steypustöðin

Bílstjóri í flotdeild
Steypustöðin

Fjölbreytt sumarstörf á hafnarsvæði
Samskip

Lagerstarfsmaður í Borgarnesi
Steypustöðin

Górilla Vöruhús leitar að bílstjóra í framtíðarstarf 🥳
GÓRILLA VÖRUHÚS

Þjónustufulltrúi í heildsölu hjólbarða
Klettur - sala og þjónusta ehf

Lager/Sala
Hitatækni ehf

Við leitum að frábærum liðsauka í lagerteymið okkar
Stilling