
Rafha - Kvik
Við leggjum allt okkar stolt í að selja vönduð heimilistæki og innréttingar ásamt því að veita fyrsta flokks þjónustu - og hafa gaman af! Hjá okkur geta viðskiptavinir valið sér allt í eldhúsið, innréttingar og tæki frá heimsþekktum framleiðendum.
Við leggjum ríka áherslu á að starfsumhverfið einkennist af sveigjanleika, virðingu, samvinnu og góðri liðsheild þar sem allir eiga að fá að njóta sín í leik og starfi.
Hjá okkur eru engir tveir dagar eins.

Lager- og þjónustustarf hlutastarf
Rafha leitar að þjónustulunduðum starfsmanni til að sinna fjölbreyttum lagerstörfum í hlutastarfi
Helstu verkefni eru móttaka og frágangur vörusendinga, afgreiðsla og pökkun pantana, útkeyrsla, uppsetning raftækja, vörutalningar og önnur almenn lagerstörf. Viðkomandi mun einnig aðstoða í innréttingadeild á álagstímum.
Við óskum eftir duglegum einstaklingi sem hefur frumkvæði og jákvæðni að leiðarljósi. Lyftarapróf er kostur.
Vinnutími er 9-14 alla virka daga og lengur ef þurfa þykir.
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Öll almenn lagerstörf s.s. gámalosun, frágangur sendinga, afgreiðsla og pökkun pantana.
- Útkeyrsla til viðskiptavina
- Tenging og uppsetning á heimilistækjum hjá viðskiptavinum
- Vörutalningar og önnur tilfallandi verkefni
- Umsjón með skilavörum
- Aðstoð í innréttingadeild á álagstímum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rafvirkjamenntun eða önnur iðnmenntun er kostur
- Bílpróf skilyrði og lyftarapróf er kostur
- Snyrtimennska, skipulagshæfileikar, frumkvæði og jákvætt viðmót
Auglýsing birt24. júlí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraHandlagniÚtkeyrslaVandvirkniVöruflutningar
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Reynslumikið vöruhúsastarfsfólk vegna aukinna umsvifa
Innnes ehf.

Vélstjóri eða iðn- og tæknifólk óskast
Innnes ehf.

Framtíðarstörf í vöruhúsaþjónustu í Dreifingarmiðstöð og á Vöruhóteli
Eimskip

Fulltrúi í akstursdeild
Brimborg

Þjónustudeild Johan Rönning, Reykjanesbæ
Johan Rönning

Akstur og vinna í vöruhúsi
Dropp

Starfsfólk óskast í sjúkrahúsapótek Lyfjaþjónustu
Landspítali

Höfuðborgarsvæðið - áfyllingar
Vínbúðin

Vöruhús
Torcargo

Reyðarfjörður - Bílstjóri á pósthúsi
Pósturinn

Þjónustudeild Johan Rönning óskar eftir framtíðarstarfsfólki
Johan Rönning

Fagmannaverslun: Liðsauki í timburafgreiðslu
Húsasmiðjan