Kópavogsskóli
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli

Kennari óskast fyrir nemendur með annað móðurmál

Kópavogsskóli óskar eftir að ráða ÍSAT kennara.
Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru 420 frábærir nemendur og 85 kraftmiklir starfsmenn. Í Kópavogsskóla vinnum við eftir Uppeldi til ábyrðar.

Kópavogsskóli auglýsir eftir metnaðarfullum, sveigjanlegum og áhugasömum ÍSAT kennara til starfa frá og með janúar 2026 eða eftir samkomulagi. Starfið felur í sér kennslu í íslensku sem öðru tungumáli (ÍSAT) fyrir fjölmenningarlegan nemendahóp þar sem lögð er áhersla á tungumálaþróun, þátttöku og inngildingu.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla í íslensku sem öðru tungumáli samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla
  • Skipulagning og aðlögun náms að þörfum nemenda af ólíkum menningar- og tungumálabakgrunni
  • Stuðningur við nemendur í daglegu skólastarfi í samstarfi við umsjónarkennara og fagteymi
  • Þróun kennsluaðferða sem efla málfærni, læsi og félagslega þátttöku nemenda
  • Samvinna við foreldra, túlka og aðra fagaðila eftir þörfum
  • Virk þátttaka í faglegu samstarfi og skólaþróun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Menntun eða reynsla í kennslu íslensku sem annars tungumáls æskileg
  • Þekking á fjölmenningarlegri kennslu og inngildandi starfsháttum
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og skilningur á fjölbreyttum þörfum nemenda
  • Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Reynsla af vinnu með nemendum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er kostur
  • Þekking á tungumálanámi, læsiskennslu eða stuðningskennslu er kostur
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
  • Starf í fjölbreyttu og styðjandi skólasamfélagi
  • Tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á náms- og félagslega stöðu nemenda
  • Faglegan stuðning og möguleika á símenntun
Auglýsing birt17. desember 2025
Umsóknarfrestur8. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Digranesvegur 15, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Kennari
Starfsgreinar
Starfsmerkingar