Isavia ANS
Isavia ANS
Isavia ANS

Viltu móta framtíðina í þjálfun flugleiðsöguþjónustu – leitum eftir kennsluráðgjafa

Þjálfun Isavia ANS leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í fullt starf kennsluráðgjafa sem vill taka virkan þátt í að móta framtíð þjálfunar í flugleiðsöguþjónustu. Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og áhrifamikið starf hjá framsækinni þjálfunardeild sem ber ábyrgð á ný- og síþjálfun um 300 sérfræðinga, þar á meðal, flugumferðarstjóra, flugfjarskiptamanna, flugradíómanna, fluggagnafræðinga og tæknifólks.

Kennsluráðgjafi gegnir lykilhlutverki í að þróa og styrkja kennsluhætti, efla faglegt kennsluumhverfi og styðja við stöðuga nýliðun og færniþróun innan greinarinnar. Starfið felur í sér náið samstarf við kennara, þjálfunarstjóra og stjórnendur, þar sem unnið er markvisst að framtíðarsýn þjálfunar.

Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á kennslu og faglegri þróun, nýtur þess að vinna með fólki og vill leggja sitt af mörkum til að efla og móta öflugt og nútímalegt kennsluumhverfi til framtíðar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennslufræðileg þróun, ráðgjöf og stuðningur við kennara og þjálfunarstjóra
  • Ráðgjöf til stjórnenda varðandi skipulag fræðslu, kennsluhætti og miðlun upplýsinga
  • Stuðningur við sérfræðinga við gerð námsefnis og skipulagningu þjálfunar
  • Framkvæmd kennslumats og eftirfylgni með gæðum, samræmi og varðveislu námsefnis
  • Gerð og þróun námsefnis og leiðbeininga á sviði kennslu og þjálfunar
  • Samskipti og upplýsingagjöf varðandi kennslu og nám innan þjálfunardeildar
  • Þátttaka í verkefnum deildarinnar, m.a. við skipulagningu kennsluhalds, prófa, skráningar o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af kennsluráðgjöf, þróun kennsluhátta eða sambærilegu starfi kostur
  • Þekking og reynsla af skipulagningu fræðslu og kennslu
  • Reynsla af fjarkennslu- og námsumsjónarkerfum
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og geta til miðlunar upplýsinga á árangursríkan hátt
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
  • Frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð og mikill drifkraftur
Auglýsing birt16. desember 2025
Umsóknarfrestur11. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Nauthólsvegur 66, 102 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar