
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli er hverfisskóli miðbæjar Kópavogs og stendur við Digranesveg 15. Í skólanum eru um 400 flottir nemendur og þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Skólinn er fjölþjóðlegur en rúmlega 20% nemenda eru af erlendum uppruna.
Allt starf Kópavogsskóla mótast af uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Að auki vinna yngstu bekkir skólans með vináttuverkefni Barnaheilla og bangsann Blæ.Í skólareglunum er lögð áhersla á þann skólabrag sem leitast er við að skapa
Í Kópavogsskóla er lögð áhersla á að allir:
• komi fram af tillitssemi og kurteisi
• virði vinnu annarra
• sinni hlutverki sínu af kostgæfni
• leggi áherslu á heilbrigða lífsýn

Aðstoðarmatráður óskast í Kópavogsskóla
Kópavogsskóli óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð.
Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru 420 frábærir nemendur og 85 kraftmiklir starfsmenn. Í Kópavogsskóla vinnum við eftir Uppeldi til ábyrðar.
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur gaman af því að vinna með börnum ásamt því að hafa áhuga á matargerð og framreiðslu. Viðkomandi þarf að geta tekið við leiðsögn og unnið sjálfstætt.
Um er að ræða tímabundið starf til 15. júní 2026 og er starfshlutfall 100%.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar við undirbúning, matreiðslu og frágang hádegisverðar fyrir nemendur og starfsfólk
- Undirbýr morgunhressingu fyrir nemendur og starfsfólk og síðdegishressingu fyrir börn í frístund
- Annast frágang í mötuneyti og sér um að halda rýminu hreinu
- Leiðbeinir nemendum um framkomu og umgengni í matsal
- Jákvæð og uppbyggjandi samskipti við nemendur
- Sinnir öðrum þeim verkefnum sem matráður/skólastjóri felur honum og falla að hans starfssviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á matargerð og framreiðslu
- Reynsla af starfi í eldhúsi er kostur
- Reynsla af starfi með börnum er kostur
- Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
- Snyrtimennska, samviskusemi og stundvísi
- Gott vald á íslensku er skilyrði
Auglýsing birt15. desember 2025
Umsóknarfrestur29. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Digranesvegur 15, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í eldhúsi - Framtíðarstarf
Hrafnista

Okkur vantar vanan starfsmann í eldhús og þrif.
D-2020 ehf.

Starfsmaður í býtibúr á lungnadeild
Landspítali

Mötuneyti Festi
Festi

Matráður - Reykjanesbær (tímabundið í 12 mán)
Íslandsbanki

Sushi Matreiðslumaður / Sushi Chef
Sushi Social

Aðstoðarmatráður óskast
Furugrund

Aðstoð í eldhúsi
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Grillari / afgreiðsla
Tasty

Matreiðslumaður/Chef
Bastard Brew and Food

Uppvaskari / Dishwasher
Lóla Restaurant

Kitchen help and grill
Abuela Lola