Kópavogsskóli
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli

Aðstoðarmatráður óskast í Kópavogsskóla

Kópavogsskóli óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð.
Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru 420 frábærir nemendur og 85 kraftmiklir starfsmenn. Í Kópavogsskóla vinnum við eftir Uppeldi til ábyrðar.

Leitað er eftir einstaklingi sem hefur gaman af því að vinna með börnum ásamt því að hafa áhuga á matargerð og framreiðslu. Viðkomandi þarf að geta tekið við leiðsögn og unnið sjálfstætt.

Um er að ræða tímabundið starf til 15. júní 2026 og er starfshlutfall 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar við undirbúning, matreiðslu og frágang hádegisverðar fyrir nemendur og starfsfólk
  • Undirbýr morgunhressingu fyrir nemendur og starfsfólk og síðdegishressingu fyrir börn í frístund
  • Annast frágang í mötuneyti og sér um að halda rýminu hreinu
  • Leiðbeinir nemendum um framkomu og umgengni í matsal
  • Jákvæð og uppbyggjandi samskipti við nemendur 
  • Sinnir öðrum þeim verkefnum sem matráður/skólastjóri felur honum og falla að hans starfssviði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á matargerð og framreiðslu
  • Reynsla af starfi í eldhúsi er kostur
  • Reynsla af starfi með börnum er kostur
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
  • Snyrtimennska, samviskusemi og stundvísi
  • Gott vald á íslensku er skilyrði
Auglýsing birt15. desember 2025
Umsóknarfrestur29. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Digranesvegur 15, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar