Embla Medical | Össur
Embla Medical (Össur) var stofnað á Íslandi árið 1971 og er nú orðið alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks og gera því kleift að lifa lífinu án takmarkana.
Við erum leiðandi afl á heimsvísu; hjá okkur starfa um 4000 starfsmenn í yfir 30 löndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi en starfsstöðvar víða um heim sinna vaxandi markaði og félagið er skráð á hlutabréfamarkað í Danmörku.
Mannauðurinn er okkur dýrmætur. Við erum hátæknifyrirtæki og árangur okkar er undir reyndu og hæfileikaríku fólki kominn. Við leggjum ríka áherslu á að laða að okkur hæft starfsfólk sem er tilbúið að leggja sig fram og sýnir frumkvæði.
Innkaupafulltrúi // Material Planner
Össur leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í innkaupateymi fyrirtækisins.
Innkaupateymið er hluti af nýrri deild sem nefnist Materials Planning & Logistics. Deildin sér um innkaup og birgðastýringu á hráefnum fyrir starfsstöð Össurar á Íslandi sem þróar og framleiðir hátæknistoðtæki til notkunar á heimsvísu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innkaup á hráefnum og íhlutum frá innlendum og alþjóðlegum birgjum til starfsstöðvar Össurar á Íslandi
- Birgðastýring
- Samskipti við birgja
- Samskipti við framleiðslu-, þróunar- og gæðadeildir fyrirtæksins
- Fleiri reglubundin og tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Nákvæmni, þjónustulund og talnagleggni
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Starfsreynsla sem tengist innkaupa- og birgðastýringu er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta, þekking á Navision eða öðrum ERP kerfum er kostur.
Fríðindi í starfi
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Sveigjanlegur vinnutími
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf
Auglýsing birt26. október 2024
Umsóknarfrestur10. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)