Húsasmiðjan
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan

Hvolsvöllur: Deildarstjóri timbursölu

Við leitum að kraftmiklum aðila í starf deildarstjóra timbursölu Húsasmiðjunnar á Hvolsvelli.

Megin hlutverk deildarstjóra er dagleg stýring deildarinnar og sala og þjónusta við viðskiptavini í góðri samvinnu við annað starfsfólk. Deildarstjóri aflar einnig og viðheldur tengslum og viðskiptum við verktaka og aðra fagaðila, sér um tilboðsgerð og er í samskiptum við birgja.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem öll vinnuaðstaða er til fyrirmyndar, vinnutæki eru ný og vinnuumhverfið snyrtilegt. Við leggjum ríka áhersla á jákvætt hugarfar og að vinna saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun s.s. tækni- eða iðnmenntun eða reynsla sem nýtist í starfi er mikill kostur
  • Þekking á byggingamarkaðnum er kostur
  • Brennandi áhugi og reynsla af sölu og þjónustu
  • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
  • Aðgangur að orlofshúsum.
  • Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
  • Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing birt4. apríl 2025
Umsóknarfrestur27. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Dufþaksbraut 10A, 860 Hvolsvöllur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar