
S4S
S4S ehf rekur skóbúðirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco og Skechers, ásamt Air verslununum og Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri, S4S Premium Outlet í Holtagörðum og netverslununum skór.is, Ellingsen.is og Air.is.
S4S einnig heildverslun og á dótturfélagið Ellingsen-BRP sem er tækjadeild Ellingsen.
Hjá S4S starfa um 180 manns og hefur fyrirtækið margoft hlotið viðurkenningu VR sem fyrirmyndavinnustaður auk þess að hafa verið valið fyrirtæki ársins. Þá hefur S4S fengið viðurkenningu Creditinfo um fyrirmyndarfyrirtæki árlega undanfarin ár.

Grafískur hönnuður hjá fjölbreyttu fyrirtæki!
Við hjá S4S leitum að skapandi og hugmyndaríkum grafískum hönnuði til að ganga til liðs við markaðsteymið okkar í afleysingu í 1 ár, með möguleika á áframhaldandi starfi að afleysingu lokinni.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og framleiðsla á markaðsefni fyrir samfélagsmiðla, vefsíður, auglýsingar, prentmiðla og aðrar merkingar.
- Framleiðsla á hreyfigrafík og video-efni.
- Nýting á gervigreind í hönnunar- og hugmyndavinnu.
- Samskipti við verslanir utanumhald á efni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Við leitum að skapandi manneskju sem:
- Hefur reynslu af grafískri hönnun og hreyfigrafík.
- Hefur reynslu af nýtingu gervigreindar í hönnunar- og hugmyndavinnu.
- Er sjálfstæð og lausnamiðuð.
- Er með góða frumkvæðishæfni.
- Er jákvæð og vinnur vel í teymi.
- Hefur reynslu af Meta og öðrum samfélagsmiðlum. (Kostur)
- Reynslu og kunnáttu á helstu Adobe forrit og Canva.
Við bjóðum þér
- Skapandi og skemmtilegt starf.
- Fjölbreytt og krefjandi verkefni.
- Sterkt markaðsteymi með góðum starfsanda.
Auglýsing birt8. ágúst 2025
Umsóknarfrestur31. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Guðríðarstígur 6-8 6R, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (7)

Samskiptaleiðtogi
Festa - miðstöð um sjálfbærni

Markaðsfulltrúi / Senior Marketing Manager
Smitten

Ert þú næsti Sölusérfræðingur TACTICA?
TACTICA

Sölu- og Markaðsfulltrúi óskast til starfa
Líftækni ehf

Sérfræðingur í auglýsingabirtingum
Datera ehf.

Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
Háskólinn í Reykjavík

Birtingastjóri
Kontor Auglýsingastofa ehf