

Fyrirtækjaráðgjafi trygginga á Akureyri
Fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið leitar að öflugum aðila í starf fyrirtækjaráðgjafa trygginga með starfsstöð á Akureyri.
Teymið tilheyrir fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði sem hefur það hlutverk að bjóða alhliða fjármála- og tryggingaþjónustu til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga. Um er að ræða starf í teymi sem sinnir tryggingaþjónustu við fyrirtæki sem eru með tryggingar hjá Verði tryggingum og gerð er krafa um gott samstarf um verkefni innan sviðsins og Varðar trygginga.
Í starfinu felast mikil samskipti við núverandi viðskiptavini, ráðgjöf um tryggingar og frekari sala á vörum samstæðunnar auk sóknar í nýja viðskiptavini. Við leitum að drífandi einstaklingi í sölu og þjónustu sem tekur öflugan þátt í sókn Varðar og Arion samstæðunnar á svæðinu, tekur óhikað upp símann og gengur rösklega til verks. Mikil tækifæri eru til þess að þróa starfið og vöruframboð okkar frekar samhliða því að sinna viðskiptavinum af natni og nákvæmni.
- Öflun nýrra viðskiptavina
- Þjónusta, ráðgjöf og samskipti við núverandi viðskiptavini vegna fyrirtækjatrygginga
- Greining á krosssölutækifærum innan samstæðunnar
- Stuðningur og þjónusta við önnur verkefni teymisins og viðskiptasambönd eins og við á
- Ýmis tilfallandi verkefni
- Metnaður, drifkraftur og frumkvæði
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Sjálfstæði í starfi og nákvæmni
- Greiningarhæfni
- Þekking / starfsreynsla úr fyrirtækjatryggingamálum er kostur
- Háskólamenntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
Íslenska










