
Læknafélag Íslands óskar eftir hagfræðingi
Læknafélag Íslands leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í fullt starf sérfræðings á skrifstofu félagsins. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér gagnaöflun og gagnagreiningu á heilbrigðismálum.
Sérfræðingur heyrir undir framkvæmdastjóra og starfar með formanni, framkvæmdastjóra og öðru starfsfólki félagsins.
Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á heilbrigðismálum og getu til að meta rekstur og umhverfi heilbrigðisþjónustu. Einnig þarf viðkomandi að eiga auðvelt með að koma þeim upplýsingum á framfæri á hnitmiðaðan hátt, bæði í rituðu og mæltu máli.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem umsækjandi gerir betur grein fyrir menntun sinni, hæfni, þekkingu og reynslu. Einnig skal tilgreina a.m.k. tvo umsagnaraðila.
- Umsýsla og umsjón launatölfræði.
- Gerð sjálfstæðra úttekta um hagfræðileg málefni.
- Aðkoma að gerð kjarasamninga.
- Ráðgjöf og fræðsla tengd kjarasamningum.
- Gerð fjárhagsáætlana.
- Ráðgjöf til fyrirtækja lækna og hópa lækna.
- Aðkoma að stefnumótun LÍ varðandi mótun heilbrigðiskerfisins.
- Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða skyldum greinum.
- Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga.
- Þekking og reynsla af málefnum stéttarfélaga og vinnumarkaðsmálum er kostur.
- Góð þekking á töflureikni og reynsla af vinnslu gagnagrunna.
- Frumkvæði í starfi.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Íslenska
Enska








