
ÍSBAND verkstæði og varahlutir
Íslensk-Bandaríska (ÍSBAND) er umboðs- og dreifingaraðili fyrir vörumerkin Jeep, RAM, Fiat, Alfa Romeo, Chrysler og Dodge á Íslandi. Hjá ÍSBAND eru nú um 40 stöðugildi. ÍSBAND bílaverkstæði sinnir ofantöldum vörumerkjum sem og 33"-40" breytingum á Jeep og RAM. Varahlutaverslunin flytur inn varahluti frá ofangreindum vörumerkum, öðrum USA merkjum og aukahluti. ÍSBAND er umboðsaðili fyrir AEV, Teraflex, Falcon, ARE og Bakflip. Verkstæði og varahlutaverslun eru í rúmgóðu húsnæði að Smiðshöfða 5, 110 Reykjavík þar sem góð aðstaða er til að taka á móti stórum pallbílum og húsbílum. Söludeild er staðsett í Þverholti í Mosfellsbæ.

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Vegna aukinna umsvifa leitum við að þjónustufulltrúa í verkstæðismóttöku.
Starfið felur í sér fjölbreytt og þjónustumiðað hlutverk þar sem dagleg samskipti við viðskiptavini eru í fyrirrúmi.
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur ánægju af mannlegum samskiptum og vill taka þátt í að veita faglega og persónulega þjónustu.
Um er að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf í ört vaxandi fyrirtæki þar sem ríkir góður starfsandi. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við viðskiptavini verkstæðis og varahlutaverslunar
- Tímabókanir og innritun ökutækja í samráði við verkstjóra
- Lokun verkbeiðna og eftirfylgni verka
- Útgáfa reikninga og móttaka greiðslna við afhendingu ökutækja
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð íslenskukunnátta
- Lipurð og fagmennska í samskiptum
- Góð þjónustulund og jákvætt viðmót
Fríðindi í starfi
- Heitur hádegismatur
- Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt13. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Smiðshöfði 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiÖkuréttindiReikningagerðUppgjör
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Afgreiðslustarf / útkeyrsla
ABC SKÓLAVÖRUR

Starf í barnavöruverslun á Selfossi
Yrja barnavöruverslun

Verslunarstjóri í verslun
Bitinn

Símaafgreiðsla A-stöðin leigubifreiðarstöð Reykjanesbær.
A-stöðin ehf.

Starfsmaður í verslun
Sven ehf

Sumarstarf í verslun - BYKO Selfossi
Byko

Sumarstarf - Salalaug - Helgarstarf
Sumarstörf - Kópavogsbær

Sumarstarf - Salalaug - Fullt starf
Sumarstörf - Kópavogsbær

Sumarstarf Timburafgreiðsla - BYKO Selfossi
Byko

Fullt starf í afgreiðslu - Hafnarfjörður
Castello Pizzeria

Sölumaður í skartgripaverslun
Jón og Óskar

Starfsmaður í mötuneyti
Fjölbrautaskóli Suðurlands