
Framúrskarandi sölumaður óskast
Bpro heildverslun leitar að ábyrgum og drífandi einstaklingi í starf sölumanns. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfið felur í sér sölu og ráðgjöf á hágæða vörum fyrir húð og hár, þjónustu við viðskiptavini, fræðslu, tilboðsgerð og önnur tilfallandi verkefni.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Stefánsdóttir, rekstrarstjóri, [email protected].
Umsóknarfrestur er til og með 31.10.25 en unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar í gegnum umsóknarkerfi Alfreðs á þessari síðu.
Bpro er heildsala sem þjónustar hárgreiðslu- og snyrtistofur, hótel, spa og verslanir um land allt. Fyrirtækið er staðsett í Smiðsbúð 2 í Garðabæ. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf á líflegum vinnustað.
- Menntun í snyrtifræði er æskileg
- Reynsla af sölustörfum æskileg
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
- Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi
- Góð íslensku og ensku kunnátta er skilyrði
- Góð tölvukunnátta
- Reynsla af Uniconta bókhaldskerfi er kostur
- Bílpróf á beinskiptan bíl
- Viðkomandi þarf að hafa náð 25 ára aldri.













