Framúrskarandi sölumaður óskast

Bpro heildverslun leitar að ábyrgum og drífandi einstaklingi í starf sölumanns. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfið felur í sér sölu og ráðgjöf á hágæða vörum fyrir húð og hár, þjónustu við viðskiptavini, fræðslu, tilboðsgerð og önnur tilfallandi verkefni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Stefánsdóttir, rekstrarstjóri, [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 31.10.25 en unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar í gegnum umsóknarkerfi Alfreðs á þessari síðu.

Bpro er heildsala sem þjónustar hárgreiðslu- og snyrtistofur, hótel, spa og verslanir um land allt. Fyrirtækið er staðsett í Smiðsbúð 2 í Garðabæ. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf á líflegum vinnustað.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í snyrtifræði er æskileg
  • Reynsla af sölustörfum æskileg
  • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi
  • Góð íslensku og ensku kunnátta er skilyrði
  • Góð tölvukunnátta
  • Reynsla af Uniconta bókhaldskerfi er kostur
  • Bílpróf á beinskiptan bíl
  • Viðkomandi þarf að hafa náð 25 ára aldri.
Auglýsing birt16. október 2025
Umsóknarfrestur31. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Smiðsbúð 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SnyrtifræðiPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar