

Sölumaður / Afgreiðsla / Vogue Akureyri
Vogue fyrir heimilið á Akureyri leitar að kraftmiklum starfskrafti með sér í lið. Um er að ræða framtíðarstarf 80-100% stöðu. Opnunartíminn er frá kl. 10-18 svo um er að ræða vinnutíma frá kl. 10-16 eða kl. 12-18. Eins þarf starfsmaðurinn að geta hoppað inní helgarvinnu einn og einn laugardag og verið í 100% starfi yfir sumartímann. Starfsmaðurinn verður að vera Íslensku mælandi þar sem um er að ræða mikið þjónustustarf og mikil samskipti fara í gegnum í tölvupóst, síma og við viðskiptavini í búðinni.
Vogue fyrir heimilið er gamalgróið fyrirtæki sem rekur 2 verslanir ásamt netverslun.
Okkar markmið er að veita starfsfólki okkar gott starfsumhverfi og traust.
Við einblínum á að starfsmenn okkar vinni sjálfstætt, þeir sjái um og beri ábyrgð á sínum verkefnum og störfum á sinn hátt.
Starfssvið
- Sölumennska / afgreiðsla / ráðgjöf
- Uppröðun/áfyllingar í verslun
Hæfniskröfur
- 25 ára og eldri
- Stundvísi
- Heilsuhraust/-ur
- Heiðarleiki og jákvæðni
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Kostur að hafa reynslu af sölustörfum
- Kostur er að kunna á DK
Góð íslensku kunnátta skilyrði.
Bæði rituð og töluð.












