
Drangey
Drangey verslun var stofnuð 1934 og hefur verið í Smáralind síðan 2001. Allar vörur eru innfluttar, allskonar töskur, seðlaveski, hanskar og ferðatöskur, bæði fyrir dömur og herra. Mikil áhersla er lögð á persónulega og góða þjónustu.

Verslunarstjóri Drangey
Drangey opnar á næstunni einstaka verslun á neðri hluta Laugavegar, þar sem boðið verður upp á töskur og fylgihluti fyrir ferðamenn og landsmenn ásamt ýmsum öðrum leðurvörum. Við leitum að verslunarstjóra sem vill taka þátt í að móta hlýlegan stað þar sem notalegt er að vera og taka á móti fólki.
Um er að ræða fullt starf verslunarstjóra í lítilli verslun þar sem þú berð ábyrgð á rekstri, starfsmannahaldi, þjónustu við viðskiptavini og raunar öllu því sem að rekstrinum snýr. Þú þarft að að vera glaðvær, framtakssöm og úrræðagóð, og hafa gaman af því að spjalla við fólk, og þá ekki síst ferðamenn.
Umsóknir sendist í síðasta lagi mánudaginn 20. okt. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við viðskiptavini, bæði Íslendinga og ferðamenn
- Ábyrgð á mannahaldi í verslun
- Ábyrgð á innkaupum og vöruframboði
- Skipulag og framkvæmd markaðsmála
- Rekstrarleg ábyrgð og daglegur rekstur verslunar
- Umsjón vefverslunar og birtinga á samfélagsmiðlum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð enskukunnátta er skilyrði
- Góð samskiptahæfni, þjónustulund og jákvæð framkoma
- Framtakssemi og sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi á tísku og gott auga fyrir útstillingum
- Reynsla af verslunar- og/eða þjónustustörfum er kostur, en ekki skilyrði
- Reynsla af innkaupum er kostur
Auglýsing birt13. október 2025
Umsóknarfrestur20. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Laugavegur 20, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaMannleg samskiptiMarkaðssetning á netinuSölumennskaStarfsmannahald
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Lyfja Lágmúla - Lyfjatæknir
Lyfja

Sölufulltrúi í Byggt og búið
Byggt og búið

Rekstrarstjóri Veitingaskála Jökulsárlón
Jökulsárlón Ferðaþjónusta ehf.

Verslunarstjóri
Flying Tiger Copenhagen

Sölustarf
NOMA

Sölu sölu sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik

Afgreiðsla á pósthúsi á Ísafirði - Tímabundið starf
Pósturinn

Partyland í Holtagörðum óskar eftir starfsfólki
Partyland Ísland

Sölu- og þjónusturáðgjafi í innréttingadeild
IKEA

Starfsfólk í verslun - Grandi
JYSK

Starfsmaður í verslun - Byko Grandi
Byko

Hlutastarf í BYKO Granda
Byko