

Framkvæmdastjóri - Stafræn þróun og gögn
Íslandsbanki leitar að framsýnum og öflugum framkvæmdastjóra til að móta stafræna framtíð bankans og leiða sviðið Stafræn þróun og gögn.
Við hjá Íslandsbanka leggjum metnað í að vera fyrirmynd í bankaþjónustu, byggja á trausti, framsækni og góðri samvinnu, og skapa lausnir sem gera viðskiptavinum lífið einfaldara.
Nú leitum við að framkvæmdastjóra sviðsins Stafræn þróun og gögn sem hefur burði til að leiða stafræna vegferð bankans áfram og taka virkan þátt í þeirri umbreytingu sem stendur yfir í fjármálaþjónustu.
Íslandsbanki stefnir að því að vera samstarfsaðili númer eitt í opnum bankaheimi, efla nýsköpun og tryggja að lausnir okkar séu öruggar, notendavænar og í stöðugri þróun. Stafræn þróun og gögn hefur víðtæk áhrif á alla þætti starfseminnar, og því gegnir framkvæmdastjóri lykilhlutverki í að tengja saman stefnu, rekstur og stafræna framtíðarsýn bankans.
Viðkomandi heyrir beint undir bankastjóra og á sæti í framkvæmdastjórn.
- Taka virkan þátt í stefnumótun bankans og leiða áfram stafræna framtíðarsýn Íslandsbanka.
- Bera ábyrgð á rekstri, öryggi og þróun tölvukerfa og stafrænna lausna í nánu samstarfi við önnur svið.
- Tryggja stöðuga framþróun sviðsins og innleiðingu nýrra, notendamiðaðra lausna.
- Drífa áfram flókin þróunarverkefni og tryggja skilvirka, árangursríka og örugga starfsemi.
- Stýra vöruþróun í samræmi við stefnu bankans og þarfir viðskiptavina og hagaðila.
- Byggja upp sterkt teymi þar sem frumkvæði, samvinna og faglegur metnaður eru í fyrirrúmi.
- Leiðtogahæfni og marktæk reynsla af stjórnunastarfi.
- Víðtæk þekking á upplýsingatækni, stafrænum lausnum og þróun ólíkra kerfa í flóknu umhverfi.
- Framkvæmdagleði, faglegur metnaður og skýr framtíðarsýn.
- Sterk hæfni í samskiptum, samvinnu og hagsmunastjórnun.
- Reynsla af því að leiða umbreytingar, innleiðingu nýsköpunar og að drífa árangur.
- Lausnamiðuð nálgun og geta til að hvetja og styrkja teymi.
- Tækifæri til að leiða eitt stærsta upplýsingatæknisvið landsins, í lykilhlutverki fyrir framtíð fjármálaþjónustu.
- Sterkt og faglegt starfsumhverfi þar sem gildi bankans – Fagmennska, Framsækni og Samvinna – eru leiðarljós í öllu starfi.
- Marktæk áhrif í opnu og framsæknu umhverfi þar sem hugmyndir fá að þróast og vaxa.
Íslenska
Enska




