Almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins ohf.
Almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins ohf.

Framkvæmdastjóri

Brennur þú fyrir betri almenningssamgöngum og sjálfbærum lausnum?
Leiðtogi óskast í eitt mikilvægasta framtíðarverkefni höfuðborgarsvæðisins

Við leitum að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn, sterka leiðtogahæfni og færni til að vinna með hagaðilum við mótun og þróun almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Þetta er einstakt tækifæri fyrir drífandi og framsýnan stjórnanda til að stýra einu stærsta breytingarverkefni landsins, byggja upp rekstur Borgarlínu og bæta almenningssamgöngur fyrir þúsundir daglegra notenda.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða uppbyggingu félagsins ásamt öflugum hópi starfsfólks og ábyrgð á daglegum rekstri.
  • Móta stefnu og framtíðarsýn félagsins ásamt stjórn og leiða umbætur í almenningssamgöngum sem stuðlar að aukinni notkun og breyttum ferðavenjum.
  • Þróa og innleiða nýtt leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með áherslu á þjónustugæði, trúverðugleika, skilvirkni og sjálfbærni.
  • Stýra innkaupum, þjónustusamningum og rekstri samninga.
  • Tryggja sterkt samstarf við ríki, sveitarfélög, Betri samgöngur ohf. og aðra hagaðila.
  • Ábyrgð á markaðs- og samskiptamálum, ímynd og trausti félagsins.  
  • Samskipti við hagaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af stefnumótun og innleiðingu stefnu.
  • Árangursrík reynsla af stjórnun og rekstri.
  • Framúrskarandi leiðtogahæfni og geta til að byggja upp öflugt og árangursmiðað starfsumhverfi.
  • Reynsla af samningagerð, útboðum og opinberum innkaupum er kostur.
  • Skilningur og áhugi á sjálfbærni, skipulagsmálum, orkuskiptum og nýsköpun í þjónusturekstri.
  • Skipulagshæfni og færni til að leiða breytingar og aðlaga rekstur að nýjum áskorunum.
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
Auglýsing birt3. desember 2025
Umsóknarfrestur14. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hamraborg 9, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar