
Brynja leigufélag
Brynja, Hússjóður ÖBÍ er sjálfseignarstofnun sem hefur þann tilgang að kaupa og leigja íbúðir á hagkvæmu verði sem henta öryrkjum sem geta verið í sjálfstæðri búsetu og er þannig óhagnaðardrifið íbúðaleigufélag.
Brynja á og rekur um 830 íbúðir um land allt þar sem áhersla er lögð á félagslega blöndun íbúðanna fyrir utan tvo íbúðaklasa sem eru í Hátúni 10 og á Sléttuvegi 7 og 9 í Reykjavík. Hjá félaginu starfa alls 15 starfsmenn og er velta félagsins um 1400 mkr. og árlega fjárfestingargeta til kaupa á nýjum íbúðum er um 2 milljarðar króna.
Framkvæmdastjóri
Brynja leigufélag ses., sem er óhagnaðardrifið leigufélag óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Leitað er að drífandi aðila með áhuga og skilning á því umhverfi sem félagið starfar í. Framkvæmdastjóri þarf að hafa metnað til að ná árangri og hæfileika til að leiða öflugan hóp starfsmanna en hlutverk framkvæmdastjóra er að stjórna og samhæfa rekstur Brynju í þeim tilgangi að uppfylla sem best markmið félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun og rekstur félagsins
- Þátttaka í stefnumótun í samstarfi við stjórn
- Starfsmannamál
- Samskipti og samningagerð við sveitarfélög, verktaka og aðra hagaðila
- Upplýsingagjöf til stjórnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Leiðtogahæfni og geta til að byggja upp liðsheild
- Þjónustulund og rík færni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð
- Góð færni í íslensku, jafnt í ræðu og riti
- Reynsla af samningagerð æskileg
- Reynsla af félagsmálastarfi kostur
- Traust orðspor
Auglýsing birt19. maí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hátún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (9)

Verksmiðjustjóri
S. Iceland ehf.

Starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri
Gunnarsstofnun Skriðuklaustri

Sérfræðingur í fjármálum - Financial controller
FSRE

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Skrifstofustjóri / Bókari
Hringiðan Internetþjónusta

Framkvæmdastjóri Verkfræðisviðs - Coripharma
Coripharma ehf.

Reynslumikill stjórnandi óskast
Ás styrktarfélag

Skrifstofustjóri
HH hús

Staff and Quality Manager - Fjallsárlón
Fjallsárlón ehf.