
Ás styrktarfélag
Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun með þjónustu við fatlað fólk og hefur í gegnum árin komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið velvilja og hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar.
Í dag veitir Ás styrktarfélag hátt á fjórða hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Starfsmenn félagsins eru rúmlega 440 í tæplega 300 stöðugildum.
Félagið veitir fólki með fötlun fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu. Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi.

Reynslumikill stjórnandi óskast
Óskað er eftir forstöðumanni til starfa á heimili fólks með fötlun á íbúðarkjarna á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða 100% starf.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknafrestur er til 24.maí 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að þjónusta og starfsemi sé í samræmi við lög, reglugerðir, stefnu og verkferla félagsins
- Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri heimilisins, stjórnun og starfsmannahaldi
- Að vinna eftir innri gæðaviðmiðum og kröfulýsingu heimilisins
- Einkafjármunir íbúa og hússjóður samkvæmt umboði
- Meðferð gagna og upplýsinga sé í samræmi við lög sem þeim tilheyra
- Innra faglegt starf og þjónusta við íbúa
- Að vinna einstaklingsmiðaðar þjónustuáætlanir með íbúum
- Samstarf við íbúa, aðstandendur og aðra samstarfsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Að minnsta kosti 5 ára starfsreynslu.
- Starfið krefst þekkingar á málefnum fatlaðs fólks og rík áhersla er lögð á hugmyndafræði og fagleg vinnubrögð.
- Reynsla af starfsmannahaldi og stjórnun er nauðsynleg.
- Góð samskiptafærni í töluðu og rituðu máli og sjálfstæð vinnubrögð.
- Krefst tölvufærni ásamt góðrar íslensku og enskukunnáttu.
- Frumkvæði, sjálfstæði og leiðtogafærni.
Auglýsing birt7. maí 2025
Umsóknarfrestur24. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Brekkuás 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniLeiðtogahæfniLíkamlegt hreystiMannauðsstjórnunMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðStarfsmannahaldTeymisvinnaVaktaskipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (5)

Forstöðumaður Eignadeildar
Landsbankinn

Starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri
Gunnarsstofnun Skriðuklaustri

Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær

Forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða
Háskólasetur Vestfjarða

Skólastjóri Árskóla
Sveitarfélagið Skagafjörður