Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Framhaldsskólakennari í tréiðngreinum

Starfið er kennsla í tréiðngreinum bæði í dagskóla og síðdegisskóla.

Á heimasíðu skólans, www.fss.is, má finna frekari upplýsingar og sjá myndir úr skólalífinu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Kennari í viðkomandi grein kennir og undirbýr kennslu, og metur nám í kennslugrein sinni samkvæmt markmiðum aðal- og skólanámskrár. Gerir námsáætlun, viðheldur faglegri hæfni sinni og hugar að tengslum við aðrar námsgreinar. Tekur þátt í samráði vegna starfs síns, ber ábyrgð á almennri upplýsingagjöf, situr kennarafundi og vinnur önnur störf sem honum eru falin og samrýmast gildandi kjarasamningum, lögum og reglugerðum.

Menntunar- og hæfniskröfur

Umsækjandi uppfyllir kröfur um menntun og hæfni samkvæmt lögum nr. 95/2019.

Kennsluréttindi á framhaldsskólastigi og menntun í viðkomandi fagi, trésmíði.

Kennslureynsla og/eða reynsla í faginu er æskileg.

Faglegur metnaður, frumkvæði, öguð vinnubrögð og jákvætt hugarfar.

Mjög góð samskiptahæfni, ríkur samstarfsvilji og  viðkomandi þarf að falla að þeim starfsmannahópi sem fyrir er í skólanum.

Auglýsing birt23. júlí 2025
Umsóknarfrestur5. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sunnubraut 36, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Smíðar
Starfsgreinar
Starfsmerkingar