PLAY
PLAY
PLAY

Flugmenn - Taktu flugið með okkur!

Við erum á fljúgandi ferð og viljum bæta við okkur færum flugmönnum sem hafa fagmennsku að leiðarljósi.

Í boði eru spennandi tækifæri og góðir möguleikar á starfsþróun.

Við óskum eftir að ráða til okkar flugmenn og flugstjóra til að fljúga farþegum okkar á áfangastaði félagsins í Evrópu, Afríku og Norður-Ameríku. Gild tegundaáritun á Airbus A320 fjölskylduna er mikill kostur, en þó ekki skilyrði.

Starfsstöð flugáhafna er í Keflavík.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gilt atvinnuflugmannsskírteini
  • Gilt heilbrigðisvottorð
  • Framúrskarandi enskukunnátta, að lágmarki ICAO fjórða stig
  • Að hafa lokið bóklegu námi til réttinda atvinnuflugmanns
  • Góð samskiptafærni og að hafa lokið námskeiði í áhafnasamstarfi (MCC)
  • Að standast bakgrunnsskoðun

 

AÐRAR HÆFNISKRÖFUR FYRIR FLUGMENN SEM EKKI HAFA HLOTIÐ TEGUNDARÁRITUN

  • Advanced UPRT (A-UPRT)

 

AÐRAR HÆFNISKRÖFUR FLUGSTJÓRA

  • Framúrskarandi enskukunnátta, ICAO fimmta stig
  • Lágmarksflugtímar;

      - 5.000 flugtímar, þar af 500 tímar sem flugstjóri á þotu

      - eða 3.000 flugtímar, þar af 1.000 tímar sem flugstjóri á þotu

      - eða 3.000 flugtímar, þar af 500 tímar sem flugstjóri á Airbus A320 

         fjölskyldunni.

 

Í FERILSKRÁ SKULU FYLGJA UPPLÝSINGAR UM

  • Heildarflugtíma síðustu 12 mánuði
  • Heildarflugtíma samtals
  • Heildarflugtíma sem flugstjóri
  • Heildarflugtíma á Airbus A320F ef við á
  • Gildistími á tegundaráritun (type rating) ef við á
  • Einkunnir úr atvinnuflugmannsnámi - ef án tegundaréttinda (TR)

 

Kaup og kjör fylgja kjarasamningi á milli PLAY og ÍFF.

 

Um PLAY

PLAY er íslenskt lágfargjaldaflugfélag sem býður flug til vinsælla áfangastaða á sem hagkvæmastan hátt fyrir farþega og náttúru. Með nýlegum Airbus A320neo og A321neo flugvélum er dregið sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig leitast við að koma fólki á áfangastað með sem minnstu kolefnisfótspori.

Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og áhersla lögð á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstæð verð.

Hjá PLAY er verið að byggja upp fjölbreyttan starfshóp og einstakan starfsanda. Áhersla er lögð á að skapa starfsmönnum öruggt og jákvætt starfsumhverfi sem er laust við mismunun og hvers konar áreitni. Við viljum bæta í þennan hóp drífandi, fróðu og kraftmiklu fólki sem elskar flug, fjölbreytni og fjör.

 

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið jobs@flyplay.com

Eingöngu er tekið á móti umsóknum á https://flyplay.com/storf

Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur12. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar