PLAY
PLAY
PLAY

Flugliðar - Taktu flugið með okkur!

Við leitum að jákvæðum og áhugasömum einstaklingum í starf flugliða hjá félagi á fullri ferð inn í framtíðina.

Í boði eru bæði sumarstörf (sumar 2025) og störf til lengri tíma.

Byrjað verður að vinna úr umsóknum um leið og þær berast.

Smellið hér til að kynna ykkur starfið nánar

Helstu verkefni og ábyrgð

Flugliðar PLAY eru andlit félagsins út á við. Þeir eru hluti af öflugu teymi sem tryggir öryggi farþega ásamt því að veita framúrskarandi þjónustu um borð í glæsilegum vélum félagsins. PLAY flýgur til fjölda skemmtilegra áfangastaða í Evrópu, Afríku og Norður-Ameríku.

Við leitum að duglegu, vinalegu og jákvæðu fólki sem kannast við eftirfarandi kosti í eigin fari:

  • Góður liðsfélagi með frábæran persónuleika
  • Framúrskarandi enskukunnátta en önnur tungumálakunnátta er mikill kostur
  • Framúrskarandi þjónustulund og góð samskiptafærni
  • Lausnamiðað og úrræðagott hugarfar sem hentar vel fyrir breytilegan vinnutíma
  • Ástríða fyrir ferðalögum og fólki

Stundvísi er lykilatriði í öllum rekstri flugfélagsins þar sem það hefur bein áhrif á rekstur félagsins og upplifun farþega. Stundvísi starfsmanna er því grundvallarskilyrði í starfi.


Til að koma til greina í starfið þurfa umsækjendur að:

  • Standast námskeið
  • Standast læknisskoðun
  • Vera með hreint sakavottorð
  • Standast bakgrunnsskoðun
  • Geta synt 25 metra hjálparlaust
  • Vera fædd 2005 eða fyrr
  • Vera með gilt ökuskírteini og bíl til umráða

Vinsamlegast hafið í huga að þótt umsækjandi standist námskeið og þjálfun er ekki öruggt að af ráðningu verði.

UMSÓKN ÞARF AÐ FYLGJA

  • Ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
  • Nýleg mynd af umsækjanda
  • Afrit af vegabréfi þar sem sést útgáfudagur, gildistími og vegabréfsnúmer

 

ÞAU SEM HAFA FYRRI STARFSREYNSLU SEM FLUGLIÐAR EÐA HAFA LOKIÐ GRUNNÞJÁLFUN SKULU SKILA INN

  • Afrit af Cabin Crew Attestation
  • Afrit af heilsufarsskírteini (medical report)

Kaup og kjör fylgja kjarasamningi á milli PLAY og ÍFF.

 

UM PLAY

PLAY er íslenskt lágfargjaldaflugfélag sem býður flug til vinsælla áfangastaða á sem hagkvæmastan hátt fyrir farþega og náttúru. Með nýlegum Airbus A320neo og A321neo flugvélum er dregið sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og þannig leitast við að koma fólki á áfangastað með sem minnstu kolefnisfótspori.

Hjá PLAY er öryggið alltaf í fyrsta sæti og áhersla lögð á stundvísi, einfaldleika, gleði og hagstæð verð.

Hjá PLAY er verið að byggja upp fjölbreyttan starfshóp og einstakan starfsanda. Áhersla er lögð á að skapa starfsmönnum öruggt og jákvætt starfsumhverfi sem er laust við mismunun og hvers konar áreitni. Við viljum bæta í þennan hóp drífandi og kraftmiklu fólki sem vill taka þátt í að breyta íslenskri flugsögu.

 

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið jobs@flyplay.com

Eingöngu er tekið á móti umsóknum á https://flyplay.com/storf

Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur12. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar