Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Þjónustustöð Mosfellsbæjar
Þjónustustöð Mosfellsbæjar

Flokkstjóri í garðyrkjudeild

Flokkstjóri í garðyrkjudeild Mosfellsbæjar.

Í þjónustustöð og garðyrkjudeild Mosfellsbæjar eru ýmiss fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Á meðal verkefna er hreinsun og viðhald opinna svæða. Hreinsun skóla- og leikskólalóða, skipulag og plöntun sumarblóma, trjáa og runna, grassláttur og önnur tilfallandi verkefni eins og málun og hreinsun niðurfalla, sorphirða og þjónusta við íbúa og stofnanir bæjarins.

Um er að ræða 100% starf á tímabilinu 15.maí - 15.ágúst 2025.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggur verkefni í samráði við yfirmenn garðyrkjudeildar
  • Umsjón með viðhaldi verkfæra og að þau séu í lagi
  • Gætir þess að öryggisatriði séu í lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað vinnuflokks (persónuhlífar, endurskinsfatnað og fleira).
  • Stjórnar vinnuhópi á vettvangi
  • Leiðbeinir um rétt vinnubrögð og hvetur hópinn til góðra verka.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri
  • Áhugi á garðyrkjustörfum og að vinna með ungu fólki er skilyrði
  • Reynsla af stjórnun og vinnu með ungu fólki er æskileg
  • Dugnaður, stundvísi og samviskusemi
  • Góð íslensku kunnátta er skilyrði
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Ökuréttindi skilyrði
Auglýsing birt6. febrúar 2025
Umsóknarfrestur20. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Völuteigur 15, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Stundvísi
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar