
RS Snyrtivörur ehf
RS Snyrtivörur ehf er umboðsaðili fyrir L‘Occitane en Provence og Erborian á Íslandi.
L‘Occitane er eitt af ört vaxandi snyrtivörumerkjum heims með um 2.000 verslanir víðs vegar um heiminn. Við bjóðum hágæða náttúrulegar húð-, bað- og snyrtivörur frá Suður-Frakklandi.
Erborian er franskt-kóreskt snyrtivörufyrirtæki sem er leiðandi í þróun á litaleiðréttandi vörum og þá sérstaklega BB og CC kremum og sækir innblástur í vörur sínar í kóreskar lækningajurtir og húðvenjur kóreskra kvenna.
Fjölbreytt lager- og verslunarstarf
RS Snyrtivörur ehf er ört vaxandi heildsölu- og smásölufyrirtæki með snyrtivörur og er umboðsaðili fyrir vörumerki eins og L‘Occitane en Provence, Erborian, Novexpert, Xlash og fleiri. Einnig rekur fyrirtækið verslun L’Occitane í Kringlunni og vefverslunina Skincarelab.is
Við leitum að drífandi og jákvæðum einstaklingi í fjölbreytt starf, bæði á lager og í verslun í Kringlunni (ca 2 daga í viku frá kl. 12-17). Starfið felur í sér almenn lagerstörf eins og afgreiðslu vefpantana, tiltekt pantana og útkeyrsla þeirra, vaktir í verslun og önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu. Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla og ráðgjöf við viðskiptavini í verslun
- Tiltekt pantana fyrir vefverslun og heildsölu
- Útkeyrsla pantana
- Útbúa gjafapakkningar fyrir verslun
- Almenn lagerstörf
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af verslunarstörfum er kostur
- Rík þjónustulund og jákvæðni
- Brennandi áhugi á snyrtivörum
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og nákvæmni í starfi
- Bílpróf er skilyrði
-
Umsækjandi þarf að vera 20 ára eða eldri og tala góða íslensku
Fríðindi í starfi
Starfsmanna afsláttur af vörum
Auglýsing birt4. mars 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Dalvegur 16d, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi 50% starf
Nýja Sendibílastöðin hf

Lagermaður í byggingavöruverslun
ÞÞ&CO

Árbæjarlaug - Sundlaugarvörður sumarstarf
Reykjavíkurborg

Gestgjafar Sky Lagoon/Hosts at Sky Lagoon
Sky Lagoon

Nettó Lágmúla - verslunarstörf
Nettó

Öflugir vaktstjórar á höfuðborgarsvæðinu - Krónan
Krónan

Afgreiðsla í verslun - Sumarstarf/hlutastarf
S4S - Skechers

Hlutastarf í Flying Tiger Copenhagen í Smáralind
Flying Tiger Copenhagen

Starfsmaður í Heimakynningar Blush
Blush

Sumarstarf í vöruhúsi Icewear
ICEWEAR

Hluta - og sumarstarf í barnavöruverslun
Nine Kids

Ráðgjafi í verslun - Höfuðborgasvæðið
Bílanaust