Umboðsmaður skuldara
Umboðsmaður skuldara

Fjármála- og skrifstofustjóri

Umboðsmaður skuldara (UMS) óskar eftir að ráða drífandi einstakling í starf fjármála- og skrifstofustjóra. Leitað er að leiðtoga sem vill taka virkan þátt í að styðja við hið mikilvæga samfélagslega hlutverk sem UMS gegnir. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Hlutverk UMS er að gæta hagsmuna og réttinda fólks í fjárhagsvanda. UMS hefur milligöngu um samskipti og samninga við kröfuhafa með hagsmuni einstaklinga að leiðarljósi og veitir fólki, sem er í verulegum skulda- og greiðsluvanda, endurgjaldslausa aðstoð við að fá yfirsýn á fjármál sín og leita leiða til lausna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á fjármálum, áætlanagerð og mannauðsmálum
  • Ábyrgð á rekstri skrifstofu, þ.m.t. innkaupum og þjónustusamningum
  • Ábyrgð á skjalamálum og upplýsingatækni
  • Mannauðsmál í samstarfi við forstjóra (þ.á.m. ráðningar, launavinnsla og launasetning)
  • Ábyrgð á rekstri móttöku

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði viðskipta- eða hagfræði
  • Reynsla af fjármálastjórnun, áætlanagerð og rekstri
  • Þekking og áhugi á mannauðsmálum
  • Reynsla af skjalamálum
  • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sveigjanleiki, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þjónustulund, fagmennska og metnaður í starfi
  • Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
  • Góð tölvukunnátta er skilyrði. Reynsla af Orra, GoPro og Excel er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga eða viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem tilgreind er ástæða umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út sbr. 2. gr. reglna nr.1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Þau sem uppfylla ofangreindar hæfniskröfur og áhuga hafa á starfinu eru hvött til að senda inn umsókn í gegnum Starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 15.10.2025

Nánari upplýsingar veita

Thelma Kristín Kvaran, ráðgjafi hjá Intellecta ([email protected]) í síma 511 1225 og
Eygló Kristjánsdóttir, fjármálastjóri ([email protected]) í síma 512 6600.

Auglýsing birt30. september 2025
Umsóknarfrestur15. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðarsmári 11
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.HagfræðingurPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.ViðskiptafræðingurPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar